Líkamsleifar geymdar í kældum lestarvögnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 19:30 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. MH17 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
MH17 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira