Rafmynt er ekki ólögleg á Íslandi Hilmar Jónsson skrifar 22. júlí 2014 15:33 Hvort kemur á undan, hænan eða hænsnabúrið? Rafmynt (e. Cryptocurrency) hefur verið mikið í umræðunni hjá löggjafarvaldinu í heiminum upp á síðkastið. Umræðan hefur snúist um hvort og hvernig eigi að búa til lög um rafmyntina og hvort einhver lög sem séu nú þegar til staðar gildi um hana.Nýtt fyrirbæri Greinarhöfundur álítur rafmyntina vera nýtt fyrirbæri sem þurfi að laga lögin að. Ef upp kæmi dómsmál um rafmynt á Íslandi og dæmt væri eftir núverandi kerfi gæti tekið langan tíma að laga fordæmi sem það myndi gefa. Þannig gæti rafmynt orðið gjörsamlega ónothæf þangað til heildarlög koma á Íslandi.Seðlabanki Íslands segir bíddu Í yfirlýsingu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér um rafmynt er tekið fram að verið sé að vinna að lausn á lagalegri óvissu á vettvangi ESB. Sú lausn myndi felast í breytingum á samevrópsku regluverki. Þetta þýðir það að rafmynt fengi sennilega sömu stöðu hér og í ESB. Seðlabanki Íslands er þannig búinn að gefa út að hann ætli ekki að eiga frumkvæði að því að búa til reglur um rafmynt á Íslandi.Ekkert ólöglegt við rafmynt Yfirlýsingar Seðlabankans vara við viðskiptum með rafmynt vegna gengisáhættu og skorti á lagalegri vernd neytenda. Á Íslandi er hins vegar löglegt að kaupa, selja og gefa rafmynt að vild en gjaldeyrishöftin takmarka flutning á eignum á milli landa og þannig viðskipti með rafmynt á milli landa. Þannig má í dag versla með rafmynt innan landssteinanna og nota sem greiðslumiðil að vild.Íslensk sprotafyrirtæki í vanda Nokkur íslensk frumkvöðlafyrirtæki vinna með rafmynt. Í sumum tilvikum bindur lagalega óvissan þessi fyrirtæki. Einhver þeirra hafa íhugað að skrá sig erlendis en eitt þeirra er nú þegar farið. Rafmyntin er ný tækni og vinna með hana á heima í sprotafyrirtækjum sem geta aðlagað sig hratt að kerfi sem er í stöðugri þróun. Rafmyntin hefur marga kosti umfram hefðbundna gjaldmiðla og það er hugsanlegt að bitcoin, sem er mest notaða rafmyntin, sé gjaldmiðill framtíðarinnar. Þannig er nauðsynlegt að fyrirtæki fái frelsi til að vinna með hana strax og prófa sig áfram.Dell, Newegg og Overstock taka öll við bitcoin Bitcoin er kominn á annað stig erlendis. Stórfyrirtæki eru byrjuð að taka við greiðslum í bitcoin en þau gefa jafnvel afslætti gegn því að greiða með rafmynt. Ísland situr eftir því umræðan hér hefur verið neikvæðari en annars staðar sem hefur latt marga til að stofna fyrirtæki hér.Hænsnabúrið er ekki komið Við erum heppin að búa á Íslandi. Við lifum í samfélagi þar sem allt sem er ekki bannað er leyft. Það var skotið af byssu á Íslandi áður en það var til bókstafur í lögum um það. Bíllinn var fluttur til landsins áður en umferðareglurnar komu og menn byrjuðu að hjóla áður en hjálmurinn varð að skyldu. Á sama hátt er rafmyntin notuð í dag á meðan við bíðum eftir reglum. Við ættum bara að muna að í þessu umhverfi er mikilvægt að vanda sig og taka upp góðar venjur til að hvetja til heilbrigðrar lagasetningar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafmyntir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Hvort kemur á undan, hænan eða hænsnabúrið? Rafmynt (e. Cryptocurrency) hefur verið mikið í umræðunni hjá löggjafarvaldinu í heiminum upp á síðkastið. Umræðan hefur snúist um hvort og hvernig eigi að búa til lög um rafmyntina og hvort einhver lög sem séu nú þegar til staðar gildi um hana.Nýtt fyrirbæri Greinarhöfundur álítur rafmyntina vera nýtt fyrirbæri sem þurfi að laga lögin að. Ef upp kæmi dómsmál um rafmynt á Íslandi og dæmt væri eftir núverandi kerfi gæti tekið langan tíma að laga fordæmi sem það myndi gefa. Þannig gæti rafmynt orðið gjörsamlega ónothæf þangað til heildarlög koma á Íslandi.Seðlabanki Íslands segir bíddu Í yfirlýsingu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér um rafmynt er tekið fram að verið sé að vinna að lausn á lagalegri óvissu á vettvangi ESB. Sú lausn myndi felast í breytingum á samevrópsku regluverki. Þetta þýðir það að rafmynt fengi sennilega sömu stöðu hér og í ESB. Seðlabanki Íslands er þannig búinn að gefa út að hann ætli ekki að eiga frumkvæði að því að búa til reglur um rafmynt á Íslandi.Ekkert ólöglegt við rafmynt Yfirlýsingar Seðlabankans vara við viðskiptum með rafmynt vegna gengisáhættu og skorti á lagalegri vernd neytenda. Á Íslandi er hins vegar löglegt að kaupa, selja og gefa rafmynt að vild en gjaldeyrishöftin takmarka flutning á eignum á milli landa og þannig viðskipti með rafmynt á milli landa. Þannig má í dag versla með rafmynt innan landssteinanna og nota sem greiðslumiðil að vild.Íslensk sprotafyrirtæki í vanda Nokkur íslensk frumkvöðlafyrirtæki vinna með rafmynt. Í sumum tilvikum bindur lagalega óvissan þessi fyrirtæki. Einhver þeirra hafa íhugað að skrá sig erlendis en eitt þeirra er nú þegar farið. Rafmyntin er ný tækni og vinna með hana á heima í sprotafyrirtækjum sem geta aðlagað sig hratt að kerfi sem er í stöðugri þróun. Rafmyntin hefur marga kosti umfram hefðbundna gjaldmiðla og það er hugsanlegt að bitcoin, sem er mest notaða rafmyntin, sé gjaldmiðill framtíðarinnar. Þannig er nauðsynlegt að fyrirtæki fái frelsi til að vinna með hana strax og prófa sig áfram.Dell, Newegg og Overstock taka öll við bitcoin Bitcoin er kominn á annað stig erlendis. Stórfyrirtæki eru byrjuð að taka við greiðslum í bitcoin en þau gefa jafnvel afslætti gegn því að greiða með rafmynt. Ísland situr eftir því umræðan hér hefur verið neikvæðari en annars staðar sem hefur latt marga til að stofna fyrirtæki hér.Hænsnabúrið er ekki komið Við erum heppin að búa á Íslandi. Við lifum í samfélagi þar sem allt sem er ekki bannað er leyft. Það var skotið af byssu á Íslandi áður en það var til bókstafur í lögum um það. Bíllinn var fluttur til landsins áður en umferðareglurnar komu og menn byrjuðu að hjóla áður en hjálmurinn varð að skyldu. Á sama hátt er rafmyntin notuð í dag á meðan við bíðum eftir reglum. Við ættum bara að muna að í þessu umhverfi er mikilvægt að vanda sig og taka upp góðar venjur til að hvetja til heilbrigðrar lagasetningar í framtíðinni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun