Forsætisráðherra Malasíu hrósað í hástert Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 17:40 Forsætisráðherra Malasíu, Datuk Seri Najib Tun Razak. VÍSIR/AFP Forsætisráðherra Malasíu, Datuk Seri Najib Tun Razak, er hlaðinn lofi í bandaríska tímaritinu The New York Times fyrir einstaklega „hljóðláta“ og hófsama nálgun í erindrekstri sínum í kjölfar árásarinnar á flug MH17 í liðinni viku.Þar segir leiðarahöfundurinn meðal annars það vera virðingarvert fyrir mann í hans stöðu að taka ekki undir málflutning margra vestrænna leiðtoga sem úthúðuðu Rússum og bandamönnum þeirra eftir hrapið. Þess í stað hafi hann haft yfirvegun að leiðarljósi í öllum samskiptum sínum við erlenda ráðamenn, sem hafi virkað þegar öllu var á botninn hvolft. Það hafi til að mynda verið með samningum ríkisstjórnar hans við uppreisnarmenn sem ákveðið hafi verið að flytja lík hinna föllnu með lest til Kharkiv, borgar þar sem stjórnvöld í Kænugarði hafa tögl og haldir. Sex malasískir eftirlitsmenn hafi að auki fengið að fylgjast með flutningunum. Samkomulagið kvað einnig á um að líkunum yrði því næst flogið til Hollands til frekari greiningar. Ef að allir aðilar halda sig við samkomulagið megi líta á framgöngu Najibs sem stórkostlegan diplómatískan sigur. „Najib hefur látið hafa eftir sér á undanförnum dögum að hann hafi oft langað að vera beinskeittari í málefnum Úkraínu, „en að stundum þurfi að vinna af rósemd til að öðlast megi farsælli niðurstöðu,“ segir meðal annars í New York Times. Forsætisráðherrann lagði grunninn að samkomulaginu í símtölum við einn foringja uppreisnarmannanna, Alexander Borodai, en hávær krafa var meðal Malasa um að Najib kvæði harðar að orði um framgöngu liðsmanna Borodais eftir hrap vélar Malaysia Airlines. Það hafi forsætisráðherrann hins vegar látið ógert og er það talin ein af meginástæðunum fyrir því að uppreisnarmennirnir, sem ráða lögum og lofum á landsvæðinu þar sem flak MH17 lenti, hafi ákveðið að semja við malasísk yfirvöld frekar en einhver þeirra fjölmörgu sem ásökuðu þá um að hafa grandað vélinni. MH17 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54 Segja aðskilnaðarsinna hafa stolið verðmætum af þeim látnu Sjónarvottar á svæðinu þar sem flug MH17 Malaysia Airlines hrapaði til jarðar á fimmtudag segja að aðskilnaðarsinnar hafi farið í gegnum eigur hinna látnu og stolið verðmætum. 22. júlí 2014 11:14 Ron Paul tekur upp hanskann fyrir Rússa Þingmaðurinn fyrrverandi, sem sóttist eftir því að verða forseta Bandaríkjanna árið 2012, sakar leiðtoga hins vestræna heims og fjölmiðla um að dreifa grímulausum áróðri um hrap flugvélar Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 00:01 Utanríkisráðherrar ESB-ríkja ræða um viðbrögð við MH17 Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í dag til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17. 22. júlí 2014 11:10 Tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi grandaði MH17 Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. 19. júlí 2014 12:15 Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01 Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10 Flugi Malaysia Airlines grandað: Samkeppnisaðili biðst afsökunar á ummælum sínum Örfáum klukkustundum eftir að MH17 var grandað skrifaði Singapore Airlines flugfélagið á Facebook og Twitter-síður sínar að flugvélar þessi flygju ekki í úkraínskri lofthelgi. 20. júlí 2014 23:42 Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Forsætisráðherra Malasíu, Datuk Seri Najib Tun Razak, er hlaðinn lofi í bandaríska tímaritinu The New York Times fyrir einstaklega „hljóðláta“ og hófsama nálgun í erindrekstri sínum í kjölfar árásarinnar á flug MH17 í liðinni viku.Þar segir leiðarahöfundurinn meðal annars það vera virðingarvert fyrir mann í hans stöðu að taka ekki undir málflutning margra vestrænna leiðtoga sem úthúðuðu Rússum og bandamönnum þeirra eftir hrapið. Þess í stað hafi hann haft yfirvegun að leiðarljósi í öllum samskiptum sínum við erlenda ráðamenn, sem hafi virkað þegar öllu var á botninn hvolft. Það hafi til að mynda verið með samningum ríkisstjórnar hans við uppreisnarmenn sem ákveðið hafi verið að flytja lík hinna föllnu með lest til Kharkiv, borgar þar sem stjórnvöld í Kænugarði hafa tögl og haldir. Sex malasískir eftirlitsmenn hafi að auki fengið að fylgjast með flutningunum. Samkomulagið kvað einnig á um að líkunum yrði því næst flogið til Hollands til frekari greiningar. Ef að allir aðilar halda sig við samkomulagið megi líta á framgöngu Najibs sem stórkostlegan diplómatískan sigur. „Najib hefur látið hafa eftir sér á undanförnum dögum að hann hafi oft langað að vera beinskeittari í málefnum Úkraínu, „en að stundum þurfi að vinna af rósemd til að öðlast megi farsælli niðurstöðu,“ segir meðal annars í New York Times. Forsætisráðherrann lagði grunninn að samkomulaginu í símtölum við einn foringja uppreisnarmannanna, Alexander Borodai, en hávær krafa var meðal Malasa um að Najib kvæði harðar að orði um framgöngu liðsmanna Borodais eftir hrap vélar Malaysia Airlines. Það hafi forsætisráðherrann hins vegar látið ógert og er það talin ein af meginástæðunum fyrir því að uppreisnarmennirnir, sem ráða lögum og lofum á landsvæðinu þar sem flak MH17 lenti, hafi ákveðið að semja við malasísk yfirvöld frekar en einhver þeirra fjölmörgu sem ásökuðu þá um að hafa grandað vélinni.
MH17 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54 Segja aðskilnaðarsinna hafa stolið verðmætum af þeim látnu Sjónarvottar á svæðinu þar sem flug MH17 Malaysia Airlines hrapaði til jarðar á fimmtudag segja að aðskilnaðarsinnar hafi farið í gegnum eigur hinna látnu og stolið verðmætum. 22. júlí 2014 11:14 Ron Paul tekur upp hanskann fyrir Rússa Þingmaðurinn fyrrverandi, sem sóttist eftir því að verða forseta Bandaríkjanna árið 2012, sakar leiðtoga hins vestræna heims og fjölmiðla um að dreifa grímulausum áróðri um hrap flugvélar Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 00:01 Utanríkisráðherrar ESB-ríkja ræða um viðbrögð við MH17 Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í dag til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17. 22. júlí 2014 11:10 Tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi grandaði MH17 Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. 19. júlí 2014 12:15 Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01 Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10 Flugi Malaysia Airlines grandað: Samkeppnisaðili biðst afsökunar á ummælum sínum Örfáum klukkustundum eftir að MH17 var grandað skrifaði Singapore Airlines flugfélagið á Facebook og Twitter-síður sínar að flugvélar þessi flygju ekki í úkraínskri lofthelgi. 20. júlí 2014 23:42 Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14
Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54
Segja aðskilnaðarsinna hafa stolið verðmætum af þeim látnu Sjónarvottar á svæðinu þar sem flug MH17 Malaysia Airlines hrapaði til jarðar á fimmtudag segja að aðskilnaðarsinnar hafi farið í gegnum eigur hinna látnu og stolið verðmætum. 22. júlí 2014 11:14
Ron Paul tekur upp hanskann fyrir Rússa Þingmaðurinn fyrrverandi, sem sóttist eftir því að verða forseta Bandaríkjanna árið 2012, sakar leiðtoga hins vestræna heims og fjölmiðla um að dreifa grímulausum áróðri um hrap flugvélar Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 00:01
Utanríkisráðherrar ESB-ríkja ræða um viðbrögð við MH17 Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í dag til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17. 22. júlí 2014 11:10
Tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi grandaði MH17 Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. 19. júlí 2014 12:15
Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01
Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10
Flugi Malaysia Airlines grandað: Samkeppnisaðili biðst afsökunar á ummælum sínum Örfáum klukkustundum eftir að MH17 var grandað skrifaði Singapore Airlines flugfélagið á Facebook og Twitter-síður sínar að flugvélar þessi flygju ekki í úkraínskri lofthelgi. 20. júlí 2014 23:42
Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26