Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2014 13:53 Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. vísir/afp Stefnt er að því að ljúka flutningi líkamsleifa þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni fyrir viku til Hollands á morgun. Langan tíma getur tekið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Í gær fluttu tvær Herkúles flugvélar hollenska og ástralska hersins fjörtíu kistur frá Kharkiv í Úkraínu til Eindhoven í Hollandi og var mikil viðhöfn höfð á báðum stöðum. Vilhjálmur Hollandskonungur og Maxíma drotting voru viðstödd komu kistanna til Hollands í gær ásamt Mark Rutte forsætisráðherra, til að sýna hinum látnu og aðstandendum þeirra virðingu. En nú tekur grár raunveruleikinn við. Í dag er áætlað að tvær herflugvélar flytji 74 kistur til Hollands. Esther Naber talskona hollensku rannsóknarnefndarinnar segir að vonandi takist að ljúka þessum flutningum á morgun eða í síðasta lagi á laugardag. Naber segir ómögulegt að áætla hvað líkamsleifarnar sem safnað hefur verið saman tilheyra mörgu fólki. Fjöldi poka úr kælivögnum lestarinnar þar sem líkamsleifunum var safnað saman eða fjöldi kista sem fluttar séu til Hollands segi ekkert um fjölda þess fólks sem þær tilheyri. Bæði sé um að ræða lík og líkamsparta. „Það hljómi ömurlega og er ákaflega sorglegt, en þannig er raunveruleikinn,“ segir Naber. Það verði því ekki hægt að segja fyrr en kennslateymið ljúki störfum sínum, hversu marga tekst að bera kennsl á. Vonandi takist að bera kennsl á alla þannig að aðstandendur geti hvatt ástvini sína en á þessari stundu sé ekki hægt að lofa því. Rannsókn er nú þegar hafin á flugritum flugvélarinnar in Fanbourough í Bretlandi. En ef bæði hljóð- og tækniriti eru óskemmdir geta þær upplýsingar sem þeir söfnuðu reynst mjög mikilvægar við að upplýsa hvað raunverulega gerðist hinn örlagaríka dag, fimmtudaginn 17 júlí, yfir austurhluta Úkraínu. MH17 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Stefnt er að því að ljúka flutningi líkamsleifa þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni fyrir viku til Hollands á morgun. Langan tíma getur tekið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Í gær fluttu tvær Herkúles flugvélar hollenska og ástralska hersins fjörtíu kistur frá Kharkiv í Úkraínu til Eindhoven í Hollandi og var mikil viðhöfn höfð á báðum stöðum. Vilhjálmur Hollandskonungur og Maxíma drotting voru viðstödd komu kistanna til Hollands í gær ásamt Mark Rutte forsætisráðherra, til að sýna hinum látnu og aðstandendum þeirra virðingu. En nú tekur grár raunveruleikinn við. Í dag er áætlað að tvær herflugvélar flytji 74 kistur til Hollands. Esther Naber talskona hollensku rannsóknarnefndarinnar segir að vonandi takist að ljúka þessum flutningum á morgun eða í síðasta lagi á laugardag. Naber segir ómögulegt að áætla hvað líkamsleifarnar sem safnað hefur verið saman tilheyra mörgu fólki. Fjöldi poka úr kælivögnum lestarinnar þar sem líkamsleifunum var safnað saman eða fjöldi kista sem fluttar séu til Hollands segi ekkert um fjölda þess fólks sem þær tilheyri. Bæði sé um að ræða lík og líkamsparta. „Það hljómi ömurlega og er ákaflega sorglegt, en þannig er raunveruleikinn,“ segir Naber. Það verði því ekki hægt að segja fyrr en kennslateymið ljúki störfum sínum, hversu marga tekst að bera kennsl á. Vonandi takist að bera kennsl á alla þannig að aðstandendur geti hvatt ástvini sína en á þessari stundu sé ekki hægt að lofa því. Rannsókn er nú þegar hafin á flugritum flugvélarinnar in Fanbourough í Bretlandi. En ef bæði hljóð- og tækniriti eru óskemmdir geta þær upplýsingar sem þeir söfnuðu reynst mjög mikilvægar við að upplýsa hvað raunverulega gerðist hinn örlagaríka dag, fimmtudaginn 17 júlí, yfir austurhluta Úkraínu.
MH17 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira