LeBron snýr aftur heim til Cleveland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júlí 2014 16:24 Vísir/Getty LeBron James hefur greint frá ákvörðun sinni um að snúa aftur til Cleveland og leika með Cavaliers í NBA-deildinni. Frá þessu er greint á vef Sports Illustrated þar sem hann útskýrir ákvörðun sína í löngu máli. James, tvöfaldur NBA-meistari með Miami Heat, yfirgaf herbúðir Cleveland árið 2010 eftir að hafa spilað með liðinu síðan hann var valinn í nýliðavalinu 2003. Ákvörðun hans að fara frá Cleveland var afar umdeild á sínum tíma en hann er uppalinn í nágrannaborginni Akron. Svo umdeild var hún að eigandi Cavaliers ritaði harðort bréf til James sem var aðgengilegt á heimasíðu félagsins þar til fyrr í þessari viku en þá var það fjarlægt. James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami að tímabilinu loknu í vor en engu að síður töldu margir að hann myndi semja upp á nýtt við félagið og vera áfram í herbúðum þess. James ræddi þó við önnur félög og hefur nú ákveðið að halda aftur heim á leið, eins og hann orðaði það sjálfur.LeBron er farinn frá Miami.vísir/getty„Samband mitt við norðausturhluta Ohio felur meira í sér en bara körfubolta. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrir fjórum árum síðan. Ég geri það í dag,“ sagði LeBron James meðal annars í áðurnefndri grein. Fjögurra ára vistinni hjá Miami líkti hann við dæmigerðri háskólavist bandarískra ungmenna. Og nú væri hann að koma aftur heim reynslunni ríkari og breyttur maður - sem og betri leikmaður. „Ég mun alltaf líta á Miami sem mitt annað heimili,“ bætti hann við. Hann talar um fyrrum liðsfélaga sína hjá Miami og það sem þeir afrekuðu saman. Hann fer einnig yfir hversu spennandi tímar eru fram undan hjá Cleveland og að hann hlakki til að takast á við þau verkefni. Þar verður efst á dagskrá að vinna titilinn eftirsótta. „Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi einn daginn snúa aftur til Cleveland og klára minn feril þar. Ég vissi bara ekki hvenær. Ég velti samningsmálunum ekkert fyrir mér eftir tímabilið en ég á tvo stráka og eiginkona mín, Savannah, ber stúlkubarn undir belti.“Þríeykið Dwayne Wade, LeBron og Chris Bosh spilar ekki lengur saman.vísir/getty„Ég leiddi því hugann að því hvernig það yrði að ala upp fjölskyldu mína í mínum heimabæ. Ég íhugaði önnur lið en það kom aldrei til greina að fara frá Miami nema til Cleveland. Eftir því sem tíminn leið vissi ég að þetta væri rétt ákvörðun. Hún gerði mig hamingjusaman.“ „Ég ætla ekki að lofa meistaratitli. Ég veit að það er erfitt að standa við það. Við erum ekki tilbúnir - það er ekki séns. Ég vil vinna strax á næsta ári en ég er líka raunsær. Þetta verður langt ferli, mun lengra en það var árið 2010. Það mun reyna á þolinmæði mína.“ „En það er verið að byggja upp ungt lið með nýjum þjálfara. Ég verð gamli maðurinn í hópnum. Ég lít á mig sem læriföður í dag.“ „Ég er tilbúinn að takast á við áskorunina. Ég er að koma heim.“EXCLUSIVE: I'm Coming HOME by @KingJameshttps://t.co/3dAzWO3ZXH (via @SI_LeeJenkins) pic.twitter.com/wIxfyojPIQ — Sports Illustrated (@SInow) July 11, 2014RT @SportsCenter: BREAKING: LeBron James is signing with the Cleveland Cavaliers. (via @SInow) pic.twitter.com/ighglq5Bps — Grantland (@Grantland33) July 11, 2014It's official. LeBron James is headed home. pic.twitter.com/ZvwmK354Pf — ESPN (@espn) July 11, 2014 NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30 Miami Heat valdi uppáhaldið hans LeBron James LeBron James ætti að vera ánægður með framgöngu Miami Heat í nýliðavali NBA-deildarinnar í gær en þá valdi félagið uppáhaldsháskólaleikmanninn hans í nýliðavalinu. 27. júní 2014 15:15 LeBron fundar með Pat Riley Baráttan um þjónustu LeBron James er í fullum gangi og verður það líklega næstu vikurnar. Þó svo honum sé frjálst að fara frá Miami Heat er ekki víst að hann geri það. 7. júlí 2014 14:00 NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. 25. júní 2014 11:30 Baráttan um LeBron: Spilar hann með Melo og Bosh í Phoenix? Sex félög hafa rætt við umboðsmann LeBron James sem er að skoða sín mál. 4. júlí 2014 11:30 LeBron James fundaði með Wade og Bosh í gær Vinirnir og liðsfélagarnir LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh hittust í gær og ræddu framtíð sína en næstu skref þeirra á körfuboltaferlinum mun einnig ráða miklu um framtíð Miami Heat liðsins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami Herald segir frá fundi stjórstjarna Miami Heat liðsins. 26. júní 2014 15:15 Wade og Haslem fylgdu í fótspor James Dwyane Wade og Udonis Haslem hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og fylgja þar með í fótspor LeBron James. 29. júní 2014 14:30 NBA í nótt: Spurs meistari í fimmta sinn San Antonio Spurs varð í nótt NBA-meistari í fimmta sinn í sögu félagsins með sigri á Miami Heat, 104-87, í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum. 16. júní 2014 09:00 ESPN-spekingarnir spá því allir að LeBron spili áfram með Miami LeBron James er með lausan samning og getur því valið sér lið í NBA-deildinni. ESPN fékk fimm NBA-sérfræðinga til að velta fyrir sér framtíðarplönum þessarar stærstu stjörnu NBA-deildarinnar í dag. 25. júní 2014 13:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
LeBron James hefur greint frá ákvörðun sinni um að snúa aftur til Cleveland og leika með Cavaliers í NBA-deildinni. Frá þessu er greint á vef Sports Illustrated þar sem hann útskýrir ákvörðun sína í löngu máli. James, tvöfaldur NBA-meistari með Miami Heat, yfirgaf herbúðir Cleveland árið 2010 eftir að hafa spilað með liðinu síðan hann var valinn í nýliðavalinu 2003. Ákvörðun hans að fara frá Cleveland var afar umdeild á sínum tíma en hann er uppalinn í nágrannaborginni Akron. Svo umdeild var hún að eigandi Cavaliers ritaði harðort bréf til James sem var aðgengilegt á heimasíðu félagsins þar til fyrr í þessari viku en þá var það fjarlægt. James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami að tímabilinu loknu í vor en engu að síður töldu margir að hann myndi semja upp á nýtt við félagið og vera áfram í herbúðum þess. James ræddi þó við önnur félög og hefur nú ákveðið að halda aftur heim á leið, eins og hann orðaði það sjálfur.LeBron er farinn frá Miami.vísir/getty„Samband mitt við norðausturhluta Ohio felur meira í sér en bara körfubolta. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrir fjórum árum síðan. Ég geri það í dag,“ sagði LeBron James meðal annars í áðurnefndri grein. Fjögurra ára vistinni hjá Miami líkti hann við dæmigerðri háskólavist bandarískra ungmenna. Og nú væri hann að koma aftur heim reynslunni ríkari og breyttur maður - sem og betri leikmaður. „Ég mun alltaf líta á Miami sem mitt annað heimili,“ bætti hann við. Hann talar um fyrrum liðsfélaga sína hjá Miami og það sem þeir afrekuðu saman. Hann fer einnig yfir hversu spennandi tímar eru fram undan hjá Cleveland og að hann hlakki til að takast á við þau verkefni. Þar verður efst á dagskrá að vinna titilinn eftirsótta. „Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi einn daginn snúa aftur til Cleveland og klára minn feril þar. Ég vissi bara ekki hvenær. Ég velti samningsmálunum ekkert fyrir mér eftir tímabilið en ég á tvo stráka og eiginkona mín, Savannah, ber stúlkubarn undir belti.“Þríeykið Dwayne Wade, LeBron og Chris Bosh spilar ekki lengur saman.vísir/getty„Ég leiddi því hugann að því hvernig það yrði að ala upp fjölskyldu mína í mínum heimabæ. Ég íhugaði önnur lið en það kom aldrei til greina að fara frá Miami nema til Cleveland. Eftir því sem tíminn leið vissi ég að þetta væri rétt ákvörðun. Hún gerði mig hamingjusaman.“ „Ég ætla ekki að lofa meistaratitli. Ég veit að það er erfitt að standa við það. Við erum ekki tilbúnir - það er ekki séns. Ég vil vinna strax á næsta ári en ég er líka raunsær. Þetta verður langt ferli, mun lengra en það var árið 2010. Það mun reyna á þolinmæði mína.“ „En það er verið að byggja upp ungt lið með nýjum þjálfara. Ég verð gamli maðurinn í hópnum. Ég lít á mig sem læriföður í dag.“ „Ég er tilbúinn að takast á við áskorunina. Ég er að koma heim.“EXCLUSIVE: I'm Coming HOME by @KingJameshttps://t.co/3dAzWO3ZXH (via @SI_LeeJenkins) pic.twitter.com/wIxfyojPIQ — Sports Illustrated (@SInow) July 11, 2014RT @SportsCenter: BREAKING: LeBron James is signing with the Cleveland Cavaliers. (via @SInow) pic.twitter.com/ighglq5Bps — Grantland (@Grantland33) July 11, 2014It's official. LeBron James is headed home. pic.twitter.com/ZvwmK354Pf — ESPN (@espn) July 11, 2014
NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30 Miami Heat valdi uppáhaldið hans LeBron James LeBron James ætti að vera ánægður með framgöngu Miami Heat í nýliðavali NBA-deildarinnar í gær en þá valdi félagið uppáhaldsháskólaleikmanninn hans í nýliðavalinu. 27. júní 2014 15:15 LeBron fundar með Pat Riley Baráttan um þjónustu LeBron James er í fullum gangi og verður það líklega næstu vikurnar. Þó svo honum sé frjálst að fara frá Miami Heat er ekki víst að hann geri það. 7. júlí 2014 14:00 NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. 25. júní 2014 11:30 Baráttan um LeBron: Spilar hann með Melo og Bosh í Phoenix? Sex félög hafa rætt við umboðsmann LeBron James sem er að skoða sín mál. 4. júlí 2014 11:30 LeBron James fundaði með Wade og Bosh í gær Vinirnir og liðsfélagarnir LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh hittust í gær og ræddu framtíð sína en næstu skref þeirra á körfuboltaferlinum mun einnig ráða miklu um framtíð Miami Heat liðsins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami Herald segir frá fundi stjórstjarna Miami Heat liðsins. 26. júní 2014 15:15 Wade og Haslem fylgdu í fótspor James Dwyane Wade og Udonis Haslem hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og fylgja þar með í fótspor LeBron James. 29. júní 2014 14:30 NBA í nótt: Spurs meistari í fimmta sinn San Antonio Spurs varð í nótt NBA-meistari í fimmta sinn í sögu félagsins með sigri á Miami Heat, 104-87, í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum. 16. júní 2014 09:00 ESPN-spekingarnir spá því allir að LeBron spili áfram með Miami LeBron James er með lausan samning og getur því valið sér lið í NBA-deildinni. ESPN fékk fimm NBA-sérfræðinga til að velta fyrir sér framtíðarplönum þessarar stærstu stjörnu NBA-deildarinnar í dag. 25. júní 2014 13:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15
LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30
LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10
Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30
Miami Heat valdi uppáhaldið hans LeBron James LeBron James ætti að vera ánægður með framgöngu Miami Heat í nýliðavali NBA-deildarinnar í gær en þá valdi félagið uppáhaldsháskólaleikmanninn hans í nýliðavalinu. 27. júní 2014 15:15
LeBron fundar með Pat Riley Baráttan um þjónustu LeBron James er í fullum gangi og verður það líklega næstu vikurnar. Þó svo honum sé frjálst að fara frá Miami Heat er ekki víst að hann geri það. 7. júlí 2014 14:00
NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. 25. júní 2014 11:30
Baráttan um LeBron: Spilar hann með Melo og Bosh í Phoenix? Sex félög hafa rætt við umboðsmann LeBron James sem er að skoða sín mál. 4. júlí 2014 11:30
LeBron James fundaði með Wade og Bosh í gær Vinirnir og liðsfélagarnir LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh hittust í gær og ræddu framtíð sína en næstu skref þeirra á körfuboltaferlinum mun einnig ráða miklu um framtíð Miami Heat liðsins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami Herald segir frá fundi stjórstjarna Miami Heat liðsins. 26. júní 2014 15:15
Wade og Haslem fylgdu í fótspor James Dwyane Wade og Udonis Haslem hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og fylgja þar með í fótspor LeBron James. 29. júní 2014 14:30
NBA í nótt: Spurs meistari í fimmta sinn San Antonio Spurs varð í nótt NBA-meistari í fimmta sinn í sögu félagsins með sigri á Miami Heat, 104-87, í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum. 16. júní 2014 09:00
ESPN-spekingarnir spá því allir að LeBron spili áfram með Miami LeBron James er með lausan samning og getur því valið sér lið í NBA-deildinni. ESPN fékk fimm NBA-sérfræðinga til að velta fyrir sér framtíðarplönum þessarar stærstu stjörnu NBA-deildarinnar í dag. 25. júní 2014 13:30