Conor McGregor: Ég ætla að enda ferilinn hans Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. júlí 2014 12:45 Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Sjá meira
Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Sjá meira