Hans hefur samið tónlist fyrir meira en hundrað kvikmyndir. Hann hefur unnið Óskarsverðlaun, tvenn Golden Globe-verðlaun, þrenn Grammy-verðlaun og ein Tony-verðlaun. Þá hlaut hann stjörnu á frægðargötunni í Hollywood árið 2010.
Meðal nýjustu verka hans eru The Amazing Spider-Man 2, 12 Years a Slave, Rush, Man of Steel, Inception, The Dark Knight og The Dark Knight Rises. Hann er einnig þekktur fyrir tónlistina í kvikmyndum á borð við Rain Man, Driving Miss Daisy, Thelma & Louise, Hannibal og Kung Fu Panda.
Nú vinnur hann að tónlist í kvikmynd Christophers Nolan, Interstellar, sem tekin var að hluta til upp á Íslandi. Sú kemur í kvikmyndahús í nóvember.