Innlent

Löng biðröð út af landsmótssvæði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
visir/sunna
Afar löng biðröð bíla á Gaddstaðaflötum myndaðist um hádegisbil í dag og dæmi eru um að ökumenn hafi þurft að bíða í hátt í tvær klukkustundir til að komast út af svæðinu.

Lögregla lét hvern einasta ökumann blása í áfengismæli til að ganga úr skugga um að enginn hafi neytt áfengis áður en lengra er haldið en tekur nú stikkprufur. Þetta vekur þó mis mikla lukku ökumanna.

Landsmóti hestamanna sem fram fór á Gaddstaðaflötum í liðinni viku lauk í dag. Mótið náði hápunkti í gær og sóttu um tíu þúsund manns mótið.



visir/sunna
visir/sunna
visir/sunna
visir/sunna

Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×