Rjúkandi sala á pylsum í brunanum í gær Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 13:07 Egill með pylsuna í gær. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014 Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52