Lögreglumenn ósáttir með að hafa ekki verið kallaðir út Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 18:26 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Andri „Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
„Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira