Sjónvarpsþáttaröðin fékk góðar viðtökur er hún var sýnd á Rúv í vetur og var planið alltaf að ráðast í gerð á annarrar seríu.
„Landslagið bauð bara ekki upp á það núna. Búið að ráðstafa öllum sjónvarpsstyrkjum hjá Kvikmyndasjóði og ekki til meiri peningar hjá Rúv. Þetta var auðvitað leiðinlegt þar sem við fundum að það er eftirspurn eftir meira frá Fólkinu í blokkinni.“

„Handritið er nú komið til kvikmyndasjóðs, klappað og klárt, og nú krossum við bara putta og vonum það besta. Rúv mun eflaust koma eitthvað að framleiðslunni með okkur. Þættirnir eru dýrir og mér skilst að Rúv vilji frekar gera meira og ódýrara innlent efni.“
Með aðalhlutverk í þáttunum fóru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Hansson, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Andrea Marín Andrésdóttir.