Rannsókn lögreglu á brunanum í Skeifunni var frestað skömmu eftir í dag eftir að sérfræðingar í burðarþoli tóku út brunasvæðið.
Jóhann Karl Þórisson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á því að þeir geti hrunið. Líklegast verði að rífa þakið af húsinu áður en hægt verður að halda rannsókninni áfram.
Rannsóknarmenn tæknideildar fóru yfir ástand þvottahússins Fannar um klukkan tíu í morgun. Ekki var viðlit að hefja rannsókn í gær vegna hita í rústunum. Enn er því ekkert vitað um eldsupptök en allt bendir til að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu Fönn.
Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað

Tengdar fréttir

Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann
"Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson.

Fjölmargir ólöglegir en enginn sektaður
Allur mannskapur umferðardeildar lögreglu var upptekinn á vettvangi brunans.

Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur
Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld.

Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu.

Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu
Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík.

Rannsókn eldsupptaka að hefjast
Lögregla byrjar í dag rannsókn á eldsupptökum í rústum húsanna, sem brunnu í Skeifunni í Reykjavík í fyrrakvöld.

Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“
„Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu.