Fer Embiid sömu leið og Yao Ming? Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. júní 2014 06:00 Embiid um það bil að troða yfir andstæðing í háskólakörfuboltanum vísir/afp Fyrir fáum dögum síðan var talið líklegt að Cleveland Cavaliers myndi velja Joel Embiid fyrstan í nýliðavali NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í næstu viku. Það hefur breyst. Embiid þykir eitt allra mesta efnið í öflugum hópi leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðavali NBA í ár. Hann er 213 sentimetrar á hæð og þykir mjög hæfileikaríkur en efasemdir eru um það hvort hann geti haldist á vellinum. Rúmri um viku fyrir nýliðavalið varð Embiid fyrir því áfalli að brjóta bein í hægri fæti, sama bein og þvingaði Yao Ming og Bill Walton til að hætta körfuknattleik langt fyrir aldur fram. Í fyrstu var talið að Embiid myndi missa af öllu nýliðatímabili sínu en Arn Tellem umboðsmaður Embiid segir uppskurðinn í gær hafa gengið vel og að hann ætti að vera klár í slaginn í NBA eftir fjóra til sex mánuði en með hvaða liði? Nýliðavalið í ár er álitið mjög ríkt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa alla burði til að ná langt. Embiid þótti tróna á toppnum þar ásamt Jabari Parker og Andrew Wiggins. Vegna meiðslanna er talið að Embiid gæti endað hjá föllnu stórveldunum Boston Celtics sem á sjötta valrétt eða Los Angeles Lakers sem á sjöunda valrétt. Þori þau á annað borð að taka áhættuna. Hvar leikmaðurinn hávaxni endar uppi mun koma í ljós á fimmtudaginn en ljóst er að meiðsli hans setja spennandi nýliðaval í enn frekari óvissu. Svo á eftir að koma í ljós hvort þessi efnilegi leikmaður nái að setja mark sitt á þessa skemmtilegu og sterku körfuboltadeild. NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Fyrir fáum dögum síðan var talið líklegt að Cleveland Cavaliers myndi velja Joel Embiid fyrstan í nýliðavali NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í næstu viku. Það hefur breyst. Embiid þykir eitt allra mesta efnið í öflugum hópi leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðavali NBA í ár. Hann er 213 sentimetrar á hæð og þykir mjög hæfileikaríkur en efasemdir eru um það hvort hann geti haldist á vellinum. Rúmri um viku fyrir nýliðavalið varð Embiid fyrir því áfalli að brjóta bein í hægri fæti, sama bein og þvingaði Yao Ming og Bill Walton til að hætta körfuknattleik langt fyrir aldur fram. Í fyrstu var talið að Embiid myndi missa af öllu nýliðatímabili sínu en Arn Tellem umboðsmaður Embiid segir uppskurðinn í gær hafa gengið vel og að hann ætti að vera klár í slaginn í NBA eftir fjóra til sex mánuði en með hvaða liði? Nýliðavalið í ár er álitið mjög ríkt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa alla burði til að ná langt. Embiid þótti tróna á toppnum þar ásamt Jabari Parker og Andrew Wiggins. Vegna meiðslanna er talið að Embiid gæti endað hjá föllnu stórveldunum Boston Celtics sem á sjötta valrétt eða Los Angeles Lakers sem á sjöunda valrétt. Þori þau á annað borð að taka áhættuna. Hvar leikmaðurinn hávaxni endar uppi mun koma í ljós á fimmtudaginn en ljóst er að meiðsli hans setja spennandi nýliðaval í enn frekari óvissu. Svo á eftir að koma í ljós hvort þessi efnilegi leikmaður nái að setja mark sitt á þessa skemmtilegu og sterku körfuboltadeild.
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira