Tim Duncan mun leika sitt átjánda tímabil í NBA-deildinni á næsta tímabili en þetta var staðfest þegar hann framlengdi samning sinn um eitt ár.
Duncan var hluti af liði San Antonio Spurs sem vann NBA-meistaratitilinn á dögunum með því að slátra Miami Heat í úrslitum deildarinnar. Duncan sem er 38 ára viðurkenndi eftir leikinn að hann þyrfti að íhuga framhaldið en hann virðist ætla að taka eitt ár í viðbót.
Duncan átti flott tímabil í liði Spurs en hann var að meðaltali með 15,1 stig í leik ásamt því að taka 9,7 frákast á meðan tímabilinu stóð. Í úrslitakeppninni fór hann upp í 16,3 stig í leik en tók 9,2 frákast í 23 leikjum.
Það verða því engar stórar breytingar á liði Spurs fyrir næsta tímabil og mun hið heilaga þríeyki, Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili snúa aftur á næsta tímabili.
Duncan framlengir hjá Spurs
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
