Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, staðfestir að þotur sýrlenska stjórnarhersins hafi gert loftárás á liðsmenn öfgasamtakanna ISIS í sýrlenska landamærabænum Qaim, sem er við landamæri Íraks og Sýrlands, á þriðjudag. Hann segir að þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni þá styðji hann allar slíkar aðgerðir gegn ISIS.
Í viðtali við BBC sagði al-Maliki að ekkert samráð hafi verið milli sýrlenskra og íraskra stjórnvalda um framkvæmd árásarinnar. Hann sagði stjórnvöld Íraks og Sýrlands berjast í sitt hvoru lagi gegn uppreisnarmönnum og að sigur muni að lokum vinnast í báðum ríkjum.
Jafnframt sagði hann stjórnvöld hafa fest kaup á notuðum Sukhoi orrustuþotum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, og að þeim gæti verið beitt í átökunum í Írak innan nokkurra daga. Á föstudag ræddi al-Maliki við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, í síma og lýsti Pútín yfir fullum stuðningi við baráttu stjórnvalda gegn hryðjuverkamönnum í Írak.
Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda

Tengdar fréttir

Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir
Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins.

Bandaríkin skora á al Maliki
Bandarískir ráðamenn hafa hvatt til þess að mynduð verði ný stjórn í Írak.

Olíuhreinsistöðin í Bají á valdi Isis
Uppreisnarmenn súnníta í Írak undir forystu Isis samtakanna segjast hafa náð fullri stjórn á olíuhreinsistöðinni í Bají, norður af höfuðborginni Bagdad.

Fyrstu bandarísku hermennirnir komnir til Íraks
Helmingur þeirra 300 hermanna sem bandarísk yfirvöld hafa lofað að senda til landsins hafa hafist handa.

Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak
Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum.