
Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur

Kim höfðaði mál gegn Barnaverndarnefnd Reykjavíkur en samkvæmt Hæstarétti hefði hann átt að beina málinu að ömmu barnanna, en Hæstiréttur snéri við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum var áfrýjað til hæstaréttar sem hefur nú kveðið upp dóm sinn.
Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar.
Tengdar fréttir

Hjördís áfrýjar ekki
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mun ekki áfrýja 18 mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla vegna forræðisdeilu. Hún vill fá að afplána dóminn á Íslandi.

Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum
Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur.

Afhenda þarf Hjördísi dönskum yfirvöldum innan fimm sólarhringa
Ríkissaksóknari hefur falið ríkislögreglustjóra framkvæmd afhendingar Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur til danskra yfirvalda.

Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi
Dómur var kveðinn upp í Horsens í dag. Ekki er vitað um áfrýjun enn.

Dætur Hjördísar fara til Danmerkur
Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku.

Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum
Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri.

Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur
Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress.

Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var leidd fyrir dómara í Danmörku vegna ákæru um mannrán.

Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar
Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar.

Hjördís Svan handtekin í gærmorgun
Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum.

Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust.

Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn
Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar.

Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi
Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi.

Ákvörðun tekin í máli Hjördísar Svan
Hæstiréttur úrskurðar í dag um hvort Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verði afhent dönskum yfirvöldum.