Skilum peningunum aftur til skólanna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:38 VG og félagshyggjufólk vilja að Kópavogsbær skili aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið frá leik- og grunnskólum bæjarins frá Hruni. Börnin okkar eiga það skilið! Framboðið mun leggja höfuðáherslu á að forgangsraðað verði í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Að fjárfesta í börnum er fjárfesting til framtíðar og til heilla fyrir samfélagið allt. Frá Hruni hefur verið skorin niður þjónusta við börn í leik- og grunnskólum Kópavogs á hverju ári. Á skólaárinu 2013- 2014 var því skorið niður í 6. Árið í röð til skólanna. Alls hafa verið teknar um 800 milljónir út úr skólakerfinu í Kópavogi. Börnin okkar bera ekki ábyrgð á Hruninu og bæjarfélag sem státar sig á góðri afkomu á að láta börnin njóta þess. Í grunnskólum hafa fjárveitingar verið skornar niður til forfallakennslu, til kaupa á námsefni, til foreldrasamstarfs (bekkjarkvöld og fleira), félagsstarfa, frímínútnagæslu, vettvangsferða, tækjakaupa og sérkennslu. Þar að auki hefur verið fjölgað í námshópum. Að skera niður til sérkennslu bitnar helst á þeim börnum sem síst skyldi. Slíkt er ekki neinu samfélagi til sóma. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn, veita börnunum okkar aftur þá þjónustu sem þau eiga skilið og bæta aðbúnað í skólum. Til þess að Kópavogur sé samkeppnishæfur við nágrannasveitarfélögin hvað varðar þjónustu leik- og grunnskóla þarf að hlúa vel að þessum málaflokki. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. VGF líta svo á að sveitarfélagið sé sá aðili sem er best til þess fallinn að veita þessa þjónustu, þannig að jafnræði allra barna sé tryggt. Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra til að þroskast og njóta hæfileika sinna. Það mun verða samfélaginu öllu til heilla þegar fram í sækir. Atkvæði greitt Vinstri VG og félagshyggjufólki Í Kópavogi tryggir forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
VG og félagshyggjufólk vilja að Kópavogsbær skili aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið frá leik- og grunnskólum bæjarins frá Hruni. Börnin okkar eiga það skilið! Framboðið mun leggja höfuðáherslu á að forgangsraðað verði í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Að fjárfesta í börnum er fjárfesting til framtíðar og til heilla fyrir samfélagið allt. Frá Hruni hefur verið skorin niður þjónusta við börn í leik- og grunnskólum Kópavogs á hverju ári. Á skólaárinu 2013- 2014 var því skorið niður í 6. Árið í röð til skólanna. Alls hafa verið teknar um 800 milljónir út úr skólakerfinu í Kópavogi. Börnin okkar bera ekki ábyrgð á Hruninu og bæjarfélag sem státar sig á góðri afkomu á að láta börnin njóta þess. Í grunnskólum hafa fjárveitingar verið skornar niður til forfallakennslu, til kaupa á námsefni, til foreldrasamstarfs (bekkjarkvöld og fleira), félagsstarfa, frímínútnagæslu, vettvangsferða, tækjakaupa og sérkennslu. Þar að auki hefur verið fjölgað í námshópum. Að skera niður til sérkennslu bitnar helst á þeim börnum sem síst skyldi. Slíkt er ekki neinu samfélagi til sóma. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn, veita börnunum okkar aftur þá þjónustu sem þau eiga skilið og bæta aðbúnað í skólum. Til þess að Kópavogur sé samkeppnishæfur við nágrannasveitarfélögin hvað varðar þjónustu leik- og grunnskóla þarf að hlúa vel að þessum málaflokki. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. VGF líta svo á að sveitarfélagið sé sá aðili sem er best til þess fallinn að veita þessa þjónustu, þannig að jafnræði allra barna sé tryggt. Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra til að þroskast og njóta hæfileika sinna. Það mun verða samfélaginu öllu til heilla þegar fram í sækir. Atkvæði greitt Vinstri VG og félagshyggjufólki Í Kópavogi tryggir forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun