Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. maí 2014 15:52 Ótrúlegt afrek hjá Kiel vísir/getty Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. Liðin enduðu bæði með 59 stig en Kiel varð meistari á betri markamun. Ótrúlegt afrek hjá Kiel því þegar leikirnir hófust í dag var Löwen með betri markatölu sem nam sjö mörkum. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Kiel unnið upp markamuninn. Kiel var níu mörkum fyrir 17-8 og Rhein-Neckar Löwen aðeins tveimur mörkum yfir 21-19. Löwen byrjaði betur í seinni hálfleik og kom sér aftur í góða stöðu en gaf eftir er leið á leikinn en liðið náði mest átta marka forystu, sem hefði dugað liðinu til að landa titlinum. Kiel sýndi styrk sinn gegn meiðslahrjáðu liði Dags Sigurðssonar, keyrði allan tímann og lék frábærlega.Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir liði og fór mikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson 2. Enn og aftur stendur Alfreð Gíslason uppi sem sigurvegari með Kiel.Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen sem varð að sætta sig við annað sæti deildarinnar. Hornamaðurinn ótrúlegi, Uwe Gensheimer skoraði 15 mörk fyrir Löwen.Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1 í 30-23 tapi gegn HSV.Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 32-26 fyrir Melsungen á útivelli. Bergishcer tapaði heima gegn Lübbecke 29-25 en það kom ekki að sök því liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot í marki Bergischer.Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í sex marka tapi Minden gegn Magdeburg 38-32. Flensburg skellti Eisenach 26-20. Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach sem var fallið í 1. deild fyrir nokkru síðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. Liðin enduðu bæði með 59 stig en Kiel varð meistari á betri markamun. Ótrúlegt afrek hjá Kiel því þegar leikirnir hófust í dag var Löwen með betri markatölu sem nam sjö mörkum. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Kiel unnið upp markamuninn. Kiel var níu mörkum fyrir 17-8 og Rhein-Neckar Löwen aðeins tveimur mörkum yfir 21-19. Löwen byrjaði betur í seinni hálfleik og kom sér aftur í góða stöðu en gaf eftir er leið á leikinn en liðið náði mest átta marka forystu, sem hefði dugað liðinu til að landa titlinum. Kiel sýndi styrk sinn gegn meiðslahrjáðu liði Dags Sigurðssonar, keyrði allan tímann og lék frábærlega.Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir liði og fór mikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson 2. Enn og aftur stendur Alfreð Gíslason uppi sem sigurvegari með Kiel.Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen sem varð að sætta sig við annað sæti deildarinnar. Hornamaðurinn ótrúlegi, Uwe Gensheimer skoraði 15 mörk fyrir Löwen.Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1 í 30-23 tapi gegn HSV.Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 32-26 fyrir Melsungen á útivelli. Bergishcer tapaði heima gegn Lübbecke 29-25 en það kom ekki að sök því liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot í marki Bergischer.Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í sex marka tapi Minden gegn Magdeburg 38-32. Flensburg skellti Eisenach 26-20. Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach sem var fallið í 1. deild fyrir nokkru síðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira