
Um bútasaum og skipulagsmál
Eðli starfs míns vegna, þá hafa skipulagsmál bæjarins verið mér hugleikin um langa hríð. Sumt hefur þar tekist ágætlega - Annað miður vel.
Einkennandi fyrir skipulagsgerðina síðustu áratugina hefur oftar enn ekki verið handverk sem kennt er við bútasaum. Einkenni bútasaums er að þá skeyta menn saman óskyldum efnisbútum þannig að þeir myndi saman eina ósamstæða, en brúklega heild, t.d. teppi - nú eða bæjarhluta. Þeir sem stunda bútasuminn sem listgrein hafa þó náð að gera þessar ósamstæðu heildir að einhverju meira en plaggi. Hún móðir mín áttræð er t.a.m í þeim hópi og stundar þessa listgrein af miklum móð, bæði kennir, sýnir. Ég veit að hún er tilbúin að leiðbeina ráðamönnum bæjarins að meistra þessa listgrein sem bútasaumurinn er, ef ætlunin er að halda áfram á þessari braut - En með einu skilyrði þó - að bæjaryfirvöld lækki ósanngjarnan fasteignaskattinn sem á hana er lagður á 50 ára búsetuafmæli hennar í bænum, nú á sumarmánuðum árið 2014.
Hjá bænum starfar skipulagsstjóri sem bærinn réð til starfa fyrir nokkrum árum. Þar fer góður fagmaður og ekkert yfir honum að kvarta. Hann hefur hins vegar hvorki mannskap né fjárráð til annars en afgreiðslu skilpulagsmála, ekki til rannsókna eða til mótunar framtíðarsýnar. Til þess er honum skorinn of þröngur stakkurinn - Þetta þarf að bæta.
Stöðugleikinn í bútasaumshandverki bæjaryfirvalda við skipulagsgerðina hefur verið einstakur, "einbeittur og traustur" í hart nær hálfa öld. Ásgarðssvæðið hefur þannig t.a.m. liðið fyrir skipulagsleysi í áraraðir og Garðaholtið er á sömu leið, einnig Vífilsstaðir, Prýðishverfið og flerri dæmi má taka. En það er andvaraleysið við gerð miðbæjarskipulagsins sem þó fyllir mælinn.
Í Flokksblaðinu Görðum fyrir kosningarnar 1970 stóð stórum stöfum á forsíðu - NÝR MIÐBÆR RÍS Í GARÐAHREPPI (einmitt Garðahreppi) - á þeim stað þar sem hann nú rís. Þar voru þá hesthús. Fréttinni fylgdu teikningar og myndir af líkönum af framtíðarmiðbænum - „og síðan eru liðin mörg ár“, eins segir í textanum. - Það hefur sem sagt tekið Flokkinn um hálfa öld að koma miðbænum á koppinn. Það má því ætla að niðustaðan sé vel ígrundaður og þaulskipulagður miðbær sem nú rís - eftir öll þessi ár með traustum rekstri og stöðugleika - dæmi nú hver fyrir sig.
Við okkur blasir nú a.m.k. þrí- ef ekki fjórskiptur miðbær - á tveimur stöðum í ekki stærra bæjarfélagi.
Nú er gerð tilraun til að sameina tvær eininganna í eina, í efri hluta miðbæjarins við Garðatorg.
Við sem bæjarbúar verðum að taka til hendinni og aðstoða yfirvöld við að virkja þessi ósköp. Eg vona innilega að það takist, en það er viðbúið að það verði erfitt þar sem viðskiptavinirnir eru allir í hinum hluta miðbæjarins - í stærstu vegasjoppu landsins - á umferðaeyju niður við Hafnarfjarðarveg.
Skipulagsmál eru rammi um lífsgæði okkar bæjarbúa. Nú þegar unnið er að sameinuðu aðalskipulagi Garðabæjar og Álftaness er mikilvægara en nokkru sinni að móta heildarsýnina. Hörfum nú frá allri bútasaumsgerð og horfum heildstætt á bæinn okkar - og hugsum til langrar framtíðar.
Baldur Ó. Svavarsson
4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ
Skoðun

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar