Framtíð Reykjavíkur – framtíð okkar allra Garðar Jónsson skrifar 26. maí 2014 17:17 Framtíðarsýn um þróun sveitarfélaga er birt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Við íbúar þessa lands mótum gjarnan okkar eigin framtíðarsýn um þróun okkar nærumhverfis. Mín sýn er einföld - þægilegt til búsetu með góðu samspili fólks, atvinnulífs, menningar, þjónustu og náttúru. Gott jafnvægi á húsnæðismarkaði, öflug heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru dæmi um lykilþætti sem styðja þægilegt samfélag til búsetu og lífsgæði. Gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir það ekki. Flugvöllur flyst úr Vatnsmýrinni upp á Hólmsheiði, nái stefna núverandi meirihluta borgarinnar fram að ganga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu samgönguhlutverki og núverandi staðsetning hans tryggir greiðan sjúkraflutning til Landspítala fyrir þá sem þurfa um langan veg að fara til að komast undir læknishendur með sjúkraflugi. Áformað er að öll hátækniþjónusta Landspítalans verði staðsett við hringbraut í framtíðinni. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni væri því á skjön við sýn mína um greiðar samgöngur og öfluga heilbrigðisþjónustu – heilbrigðisöryggi væri stefnt í hættu. Gert er ráð fyrir að byggja 4.950 íbúðir í Vatnsmýrinni eftir að flugvöllurinn hefur verið fluttur.. Í aðalskipulaginu segir að flugvallarsvæðið sé „mjög verðmætt byggingarsvæði“. Ég vil að við notum þetta dýrmæta svæði fyrir það sem okkur finnst dýrmætast í lífinu – lífið sjálft – og höldum flugvellinum á þessum stað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta borgarinnar um þróun gömlu hafnarinnar í Reykjavík liggur fyrir. Í stuttu máli er reiknað með þéttum byggingum bæði á Miðbakka og á Slippasvæðinu og þar fyrir vestan. Byggingarnar verða allt að 5 hæðir með 480 íbúðum auk þjónusturýmis. Starfsemi slippsins víkur fyrir háreistum kassalaga byggingum og tengsl við sögu hafnarinnar rofna að mestu leyti nái þessi stefna fram að ganga. Mikilvægt er því að mínu mati að endurskoða þessa stefnu svo markmið náist um betra samspil fólks, atvinnulífs, menningar og náttúru. Húsnæðismál í borginni eru í ólestri. Leiguverð er komið í þær hæðir sem fer langt fram yfir fjárhagsgetu almennings. Kaupverð húsnæðis hefur einnig hækkað sem segir að framboð þess hefur ekki fylgt eftirspurn. Aðalskipulag borgarinnar gerir ráð fyrir 14.500 nýjum íbúðum til ársins 2030. Þegar betur er að gáð er framtíðarsýnin að reisa flestar þessara íbúða í Vatnsmýrinni, við höfnina og á öðrum stöðum á og við miðbæjarsvæðið þar sem byggingarsvæðið er talið mjög verðmætt. Þessar íbúðir verða því ekki af ódýrara taginu. Í úthverfum borgarinnar, sem ungt fólk leitar gjarnan á til íbúðakaupa, er einungis reiknað með byggingu 1.600 íbúða til ársins 2030, auk 400 íbúða á Kjalarnesi. Á hverju ári má hinsvegar reikna með um 2.000 nýjum einstaklingum inn á íbúðamarkað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta þýðir því að mínu mati áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leiguverðs. Þetta er ekki mín framtíðarsýn í húsnæðismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn um þróun sveitarfélaga er birt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Við íbúar þessa lands mótum gjarnan okkar eigin framtíðarsýn um þróun okkar nærumhverfis. Mín sýn er einföld - þægilegt til búsetu með góðu samspili fólks, atvinnulífs, menningar, þjónustu og náttúru. Gott jafnvægi á húsnæðismarkaði, öflug heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru dæmi um lykilþætti sem styðja þægilegt samfélag til búsetu og lífsgæði. Gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir það ekki. Flugvöllur flyst úr Vatnsmýrinni upp á Hólmsheiði, nái stefna núverandi meirihluta borgarinnar fram að ganga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu samgönguhlutverki og núverandi staðsetning hans tryggir greiðan sjúkraflutning til Landspítala fyrir þá sem þurfa um langan veg að fara til að komast undir læknishendur með sjúkraflugi. Áformað er að öll hátækniþjónusta Landspítalans verði staðsett við hringbraut í framtíðinni. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni væri því á skjön við sýn mína um greiðar samgöngur og öfluga heilbrigðisþjónustu – heilbrigðisöryggi væri stefnt í hættu. Gert er ráð fyrir að byggja 4.950 íbúðir í Vatnsmýrinni eftir að flugvöllurinn hefur verið fluttur.. Í aðalskipulaginu segir að flugvallarsvæðið sé „mjög verðmætt byggingarsvæði“. Ég vil að við notum þetta dýrmæta svæði fyrir það sem okkur finnst dýrmætast í lífinu – lífið sjálft – og höldum flugvellinum á þessum stað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta borgarinnar um þróun gömlu hafnarinnar í Reykjavík liggur fyrir. Í stuttu máli er reiknað með þéttum byggingum bæði á Miðbakka og á Slippasvæðinu og þar fyrir vestan. Byggingarnar verða allt að 5 hæðir með 480 íbúðum auk þjónusturýmis. Starfsemi slippsins víkur fyrir háreistum kassalaga byggingum og tengsl við sögu hafnarinnar rofna að mestu leyti nái þessi stefna fram að ganga. Mikilvægt er því að mínu mati að endurskoða þessa stefnu svo markmið náist um betra samspil fólks, atvinnulífs, menningar og náttúru. Húsnæðismál í borginni eru í ólestri. Leiguverð er komið í þær hæðir sem fer langt fram yfir fjárhagsgetu almennings. Kaupverð húsnæðis hefur einnig hækkað sem segir að framboð þess hefur ekki fylgt eftirspurn. Aðalskipulag borgarinnar gerir ráð fyrir 14.500 nýjum íbúðum til ársins 2030. Þegar betur er að gáð er framtíðarsýnin að reisa flestar þessara íbúða í Vatnsmýrinni, við höfnina og á öðrum stöðum á og við miðbæjarsvæðið þar sem byggingarsvæðið er talið mjög verðmætt. Þessar íbúðir verða því ekki af ódýrara taginu. Í úthverfum borgarinnar, sem ungt fólk leitar gjarnan á til íbúðakaupa, er einungis reiknað með byggingu 1.600 íbúða til ársins 2030, auk 400 íbúða á Kjalarnesi. Á hverju ári má hinsvegar reikna með um 2.000 nýjum einstaklingum inn á íbúðamarkað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta þýðir því að mínu mati áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leiguverðs. Þetta er ekki mín framtíðarsýn í húsnæðismálum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun