Framtíð Reykjavíkur – framtíð okkar allra Garðar Jónsson skrifar 26. maí 2014 17:17 Framtíðarsýn um þróun sveitarfélaga er birt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Við íbúar þessa lands mótum gjarnan okkar eigin framtíðarsýn um þróun okkar nærumhverfis. Mín sýn er einföld - þægilegt til búsetu með góðu samspili fólks, atvinnulífs, menningar, þjónustu og náttúru. Gott jafnvægi á húsnæðismarkaði, öflug heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru dæmi um lykilþætti sem styðja þægilegt samfélag til búsetu og lífsgæði. Gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir það ekki. Flugvöllur flyst úr Vatnsmýrinni upp á Hólmsheiði, nái stefna núverandi meirihluta borgarinnar fram að ganga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu samgönguhlutverki og núverandi staðsetning hans tryggir greiðan sjúkraflutning til Landspítala fyrir þá sem þurfa um langan veg að fara til að komast undir læknishendur með sjúkraflugi. Áformað er að öll hátækniþjónusta Landspítalans verði staðsett við hringbraut í framtíðinni. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni væri því á skjön við sýn mína um greiðar samgöngur og öfluga heilbrigðisþjónustu – heilbrigðisöryggi væri stefnt í hættu. Gert er ráð fyrir að byggja 4.950 íbúðir í Vatnsmýrinni eftir að flugvöllurinn hefur verið fluttur.. Í aðalskipulaginu segir að flugvallarsvæðið sé „mjög verðmætt byggingarsvæði“. Ég vil að við notum þetta dýrmæta svæði fyrir það sem okkur finnst dýrmætast í lífinu – lífið sjálft – og höldum flugvellinum á þessum stað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta borgarinnar um þróun gömlu hafnarinnar í Reykjavík liggur fyrir. Í stuttu máli er reiknað með þéttum byggingum bæði á Miðbakka og á Slippasvæðinu og þar fyrir vestan. Byggingarnar verða allt að 5 hæðir með 480 íbúðum auk þjónusturýmis. Starfsemi slippsins víkur fyrir háreistum kassalaga byggingum og tengsl við sögu hafnarinnar rofna að mestu leyti nái þessi stefna fram að ganga. Mikilvægt er því að mínu mati að endurskoða þessa stefnu svo markmið náist um betra samspil fólks, atvinnulífs, menningar og náttúru. Húsnæðismál í borginni eru í ólestri. Leiguverð er komið í þær hæðir sem fer langt fram yfir fjárhagsgetu almennings. Kaupverð húsnæðis hefur einnig hækkað sem segir að framboð þess hefur ekki fylgt eftirspurn. Aðalskipulag borgarinnar gerir ráð fyrir 14.500 nýjum íbúðum til ársins 2030. Þegar betur er að gáð er framtíðarsýnin að reisa flestar þessara íbúða í Vatnsmýrinni, við höfnina og á öðrum stöðum á og við miðbæjarsvæðið þar sem byggingarsvæðið er talið mjög verðmætt. Þessar íbúðir verða því ekki af ódýrara taginu. Í úthverfum borgarinnar, sem ungt fólk leitar gjarnan á til íbúðakaupa, er einungis reiknað með byggingu 1.600 íbúða til ársins 2030, auk 400 íbúða á Kjalarnesi. Á hverju ári má hinsvegar reikna með um 2.000 nýjum einstaklingum inn á íbúðamarkað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta þýðir því að mínu mati áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leiguverðs. Þetta er ekki mín framtíðarsýn í húsnæðismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn um þróun sveitarfélaga er birt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Við íbúar þessa lands mótum gjarnan okkar eigin framtíðarsýn um þróun okkar nærumhverfis. Mín sýn er einföld - þægilegt til búsetu með góðu samspili fólks, atvinnulífs, menningar, þjónustu og náttúru. Gott jafnvægi á húsnæðismarkaði, öflug heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru dæmi um lykilþætti sem styðja þægilegt samfélag til búsetu og lífsgæði. Gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir það ekki. Flugvöllur flyst úr Vatnsmýrinni upp á Hólmsheiði, nái stefna núverandi meirihluta borgarinnar fram að ganga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu samgönguhlutverki og núverandi staðsetning hans tryggir greiðan sjúkraflutning til Landspítala fyrir þá sem þurfa um langan veg að fara til að komast undir læknishendur með sjúkraflugi. Áformað er að öll hátækniþjónusta Landspítalans verði staðsett við hringbraut í framtíðinni. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni væri því á skjön við sýn mína um greiðar samgöngur og öfluga heilbrigðisþjónustu – heilbrigðisöryggi væri stefnt í hættu. Gert er ráð fyrir að byggja 4.950 íbúðir í Vatnsmýrinni eftir að flugvöllurinn hefur verið fluttur.. Í aðalskipulaginu segir að flugvallarsvæðið sé „mjög verðmætt byggingarsvæði“. Ég vil að við notum þetta dýrmæta svæði fyrir það sem okkur finnst dýrmætast í lífinu – lífið sjálft – og höldum flugvellinum á þessum stað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta borgarinnar um þróun gömlu hafnarinnar í Reykjavík liggur fyrir. Í stuttu máli er reiknað með þéttum byggingum bæði á Miðbakka og á Slippasvæðinu og þar fyrir vestan. Byggingarnar verða allt að 5 hæðir með 480 íbúðum auk þjónusturýmis. Starfsemi slippsins víkur fyrir háreistum kassalaga byggingum og tengsl við sögu hafnarinnar rofna að mestu leyti nái þessi stefna fram að ganga. Mikilvægt er því að mínu mati að endurskoða þessa stefnu svo markmið náist um betra samspil fólks, atvinnulífs, menningar og náttúru. Húsnæðismál í borginni eru í ólestri. Leiguverð er komið í þær hæðir sem fer langt fram yfir fjárhagsgetu almennings. Kaupverð húsnæðis hefur einnig hækkað sem segir að framboð þess hefur ekki fylgt eftirspurn. Aðalskipulag borgarinnar gerir ráð fyrir 14.500 nýjum íbúðum til ársins 2030. Þegar betur er að gáð er framtíðarsýnin að reisa flestar þessara íbúða í Vatnsmýrinni, við höfnina og á öðrum stöðum á og við miðbæjarsvæðið þar sem byggingarsvæðið er talið mjög verðmætt. Þessar íbúðir verða því ekki af ódýrara taginu. Í úthverfum borgarinnar, sem ungt fólk leitar gjarnan á til íbúðakaupa, er einungis reiknað með byggingu 1.600 íbúða til ársins 2030, auk 400 íbúða á Kjalarnesi. Á hverju ári má hinsvegar reikna með um 2.000 nýjum einstaklingum inn á íbúðamarkað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta þýðir því að mínu mati áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leiguverðs. Þetta er ekki mín framtíðarsýn í húsnæðismálum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar