Rómantíkin blómstraði hjá poppprinsinum Justin Bieber og ofurfyrirsætunni Adriana Lima á kvikmyndahátíðinni í Cannes samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.
Gamanið byrjaði þann 20. maí þegar þau skemmtu sér saman á næturklúbbi en Adriana er tólf árum eldri en Justin. Þau fóru síðan í einkapartí seinna um nóttina og fóru heim saman um klukkan fimm um morguninn.
Það kvöld deildi Justin mynd af sér og Adriana á Instagram-síðu sinni.
Adriana skildi við eiginmann sinn Marko Jaric í maí á þessu ári eftir fimm ára hjónaband.
