Dagur birti fyrir skömmu mynd af sér með írska hjartaknúsaranum Johnny Logan, sigursælasta keppanda í sögu Eurovision. Dagur rakst fyrir tilviljun á kappann.
Dagur er í skýjunum með keppnina og flutning Pollapönkara. „Það er frábær stemming í höllinni. Danirnir standa ótrúlega vel að öllu. Íslendingarnir á svæðinu eru að rifna að stolti yfir frammistöðu Pollapönkara. Hér er bros á hverju andliti. Við getum öll verið stolt af þeim.“
Dagur neyddist til þess að fara á keppnina eftir að strákarnir í Pollapönk komust áfram úr forkeppninni á þriðjudaginn. Hann hafði lofaði því fyrr í vetur eftir að hafa kjaftað frá því að fyrrum samstarfsfélagi hans úr borgarráði, Óttarr Proppé og Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld myndu syngja bakraddir með Pollapönki.