Áfram Kópavogsbúar! Valgeir Skagfjörð skrifar 16. maí 2014 15:52 Þessi dægrin verður fólk áþeifanlega vart við að það standa fyrir dyrum bæjar og sveitastjórnarkosningar. Mörg ólík framboð stíga fram á völlinn reiðubúin að láta að sér kveða. Loforðaflaumur gömlu flokkanna er samur og jafn eins og við er að búast en víða kveður við annan tón. Ákallið virðist vera um að ferskir vindar fái að blása um hreppa, sveitir og bæi landsins. Sumpart vegna þess að það er brýn þörf á að fá nýtt fólk til starfa í pólitík almennt og sumpart vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar njóta æ minna trausts meðal almennings. Það sést t.d . á þverrandi kosningaþáttöku og tónninn í fólkinu hljómar vonleysislega þegar það er spurt um skoðanir þess á mönnum og málefnum. Til marks um þennan þorsta í eitthvað nýtt er til að taka hinn stóra kosningasigur BestaFlokssins í Reykjavík í síðustu kosningum þar sem meirihluti stærsta sveitarfélags landsins hafnaði gömlu flokkunum og þeim línum sem þeir hafa dansað eftir undanfarin kjörtímabil. Í Kópavogi, næststærsta sveitarfélaginu munaði ekki nema 30 atkvæðum að NæstBestiFlokkurinn næði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn, þá nýstofnað framboð. Það dylst því engum að fólk er orðið langeygt eftir því fá nýtt fólk til áhrifa. Fólk sem er ekki tengt einhverjum hagsmunaklíkum sem lóna í kringum gömlu flokkanna. Venjulegt fólk sem stritar í sveita síns andlitis alla daga og skynjar hjartslátt lífsins í sínu nánasta umhverfi. Fólk sem veit hvernig það er að basla með börn og buru og skynjar það á buddunni sinni og öðru hvernig sveitarfélagið býr að því. Fólk sem ekki er í stöðugu kappi að klífa upp metorðastigann innan síns flokks til þess að geta hlotið vegtyllur og slegið sjálft sig til riddara í tíma og ótíma fyrir að koma hlutum í verk sem eiga að vera sjálfsögð þjónusta við íbúana. Nú er tími fyrir að láta auðmýkt og gagnsemi við náungann sitja í fyrirrúmi. Það hefur því miður ekki tíðkast meðal svokallaðra atvinnupólitíkusa að líta á sig sem þjóna samfélagsins sem taka þjónustuhlutverk sitt alvarlega og rækja það af sannri auðmýkt með virðingu fyrir því fólki sem lét svo lítið að gefa þeim atkvæði sitt; heldur hitt að líta á sig sem valdsmenn sem skirrast ekki við að láta hagsmuni almennings neðst á listann yfir það sem á að hafa forgang. Næstbesti flokkurinn er ekki þannig framboð. Fólkið í næstbesta flokknum vill þjóna fólkinu og setja grunngildi mannlegs lífs í forgang. Næsbesti flokkurinn ætlar að vinna fyrir alla, ekki bara suma. Á breiðstrætum auðmýktarinnar verða sjaldan árekstrar en í skúmaskotum hrokans eru menn sífell að rekast á. Merkjum X við X í Kópavogi og treystum því að fólk sem er frítt við flokkshagsmuni geti unnið íbúunum gagn á næsta kjörtímabili. Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Valgeir Skagfjöð, Kópavogsbúi. Höfundur er leikari, tónlistarmaður og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi dægrin verður fólk áþeifanlega vart við að það standa fyrir dyrum bæjar og sveitastjórnarkosningar. Mörg ólík framboð stíga fram á völlinn reiðubúin að láta að sér kveða. Loforðaflaumur gömlu flokkanna er samur og jafn eins og við er að búast en víða kveður við annan tón. Ákallið virðist vera um að ferskir vindar fái að blása um hreppa, sveitir og bæi landsins. Sumpart vegna þess að það er brýn þörf á að fá nýtt fólk til starfa í pólitík almennt og sumpart vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar njóta æ minna trausts meðal almennings. Það sést t.d . á þverrandi kosningaþáttöku og tónninn í fólkinu hljómar vonleysislega þegar það er spurt um skoðanir þess á mönnum og málefnum. Til marks um þennan þorsta í eitthvað nýtt er til að taka hinn stóra kosningasigur BestaFlokssins í Reykjavík í síðustu kosningum þar sem meirihluti stærsta sveitarfélags landsins hafnaði gömlu flokkunum og þeim línum sem þeir hafa dansað eftir undanfarin kjörtímabil. Í Kópavogi, næststærsta sveitarfélaginu munaði ekki nema 30 atkvæðum að NæstBestiFlokkurinn næði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn, þá nýstofnað framboð. Það dylst því engum að fólk er orðið langeygt eftir því fá nýtt fólk til áhrifa. Fólk sem er ekki tengt einhverjum hagsmunaklíkum sem lóna í kringum gömlu flokkanna. Venjulegt fólk sem stritar í sveita síns andlitis alla daga og skynjar hjartslátt lífsins í sínu nánasta umhverfi. Fólk sem veit hvernig það er að basla með börn og buru og skynjar það á buddunni sinni og öðru hvernig sveitarfélagið býr að því. Fólk sem ekki er í stöðugu kappi að klífa upp metorðastigann innan síns flokks til þess að geta hlotið vegtyllur og slegið sjálft sig til riddara í tíma og ótíma fyrir að koma hlutum í verk sem eiga að vera sjálfsögð þjónusta við íbúana. Nú er tími fyrir að láta auðmýkt og gagnsemi við náungann sitja í fyrirrúmi. Það hefur því miður ekki tíðkast meðal svokallaðra atvinnupólitíkusa að líta á sig sem þjóna samfélagsins sem taka þjónustuhlutverk sitt alvarlega og rækja það af sannri auðmýkt með virðingu fyrir því fólki sem lét svo lítið að gefa þeim atkvæði sitt; heldur hitt að líta á sig sem valdsmenn sem skirrast ekki við að láta hagsmuni almennings neðst á listann yfir það sem á að hafa forgang. Næstbesti flokkurinn er ekki þannig framboð. Fólkið í næstbesta flokknum vill þjóna fólkinu og setja grunngildi mannlegs lífs í forgang. Næsbesti flokkurinn ætlar að vinna fyrir alla, ekki bara suma. Á breiðstrætum auðmýktarinnar verða sjaldan árekstrar en í skúmaskotum hrokans eru menn sífell að rekast á. Merkjum X við X í Kópavogi og treystum því að fólk sem er frítt við flokkshagsmuni geti unnið íbúunum gagn á næsta kjörtímabili. Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Valgeir Skagfjöð, Kópavogsbúi. Höfundur er leikari, tónlistarmaður og framhaldsskólakennari.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun