Áfram Kópavogsbúar! Valgeir Skagfjörð skrifar 16. maí 2014 15:52 Þessi dægrin verður fólk áþeifanlega vart við að það standa fyrir dyrum bæjar og sveitastjórnarkosningar. Mörg ólík framboð stíga fram á völlinn reiðubúin að láta að sér kveða. Loforðaflaumur gömlu flokkanna er samur og jafn eins og við er að búast en víða kveður við annan tón. Ákallið virðist vera um að ferskir vindar fái að blása um hreppa, sveitir og bæi landsins. Sumpart vegna þess að það er brýn þörf á að fá nýtt fólk til starfa í pólitík almennt og sumpart vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar njóta æ minna trausts meðal almennings. Það sést t.d . á þverrandi kosningaþáttöku og tónninn í fólkinu hljómar vonleysislega þegar það er spurt um skoðanir þess á mönnum og málefnum. Til marks um þennan þorsta í eitthvað nýtt er til að taka hinn stóra kosningasigur BestaFlokssins í Reykjavík í síðustu kosningum þar sem meirihluti stærsta sveitarfélags landsins hafnaði gömlu flokkunum og þeim línum sem þeir hafa dansað eftir undanfarin kjörtímabil. Í Kópavogi, næststærsta sveitarfélaginu munaði ekki nema 30 atkvæðum að NæstBestiFlokkurinn næði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn, þá nýstofnað framboð. Það dylst því engum að fólk er orðið langeygt eftir því fá nýtt fólk til áhrifa. Fólk sem er ekki tengt einhverjum hagsmunaklíkum sem lóna í kringum gömlu flokkanna. Venjulegt fólk sem stritar í sveita síns andlitis alla daga og skynjar hjartslátt lífsins í sínu nánasta umhverfi. Fólk sem veit hvernig það er að basla með börn og buru og skynjar það á buddunni sinni og öðru hvernig sveitarfélagið býr að því. Fólk sem ekki er í stöðugu kappi að klífa upp metorðastigann innan síns flokks til þess að geta hlotið vegtyllur og slegið sjálft sig til riddara í tíma og ótíma fyrir að koma hlutum í verk sem eiga að vera sjálfsögð þjónusta við íbúana. Nú er tími fyrir að láta auðmýkt og gagnsemi við náungann sitja í fyrirrúmi. Það hefur því miður ekki tíðkast meðal svokallaðra atvinnupólitíkusa að líta á sig sem þjóna samfélagsins sem taka þjónustuhlutverk sitt alvarlega og rækja það af sannri auðmýkt með virðingu fyrir því fólki sem lét svo lítið að gefa þeim atkvæði sitt; heldur hitt að líta á sig sem valdsmenn sem skirrast ekki við að láta hagsmuni almennings neðst á listann yfir það sem á að hafa forgang. Næstbesti flokkurinn er ekki þannig framboð. Fólkið í næstbesta flokknum vill þjóna fólkinu og setja grunngildi mannlegs lífs í forgang. Næsbesti flokkurinn ætlar að vinna fyrir alla, ekki bara suma. Á breiðstrætum auðmýktarinnar verða sjaldan árekstrar en í skúmaskotum hrokans eru menn sífell að rekast á. Merkjum X við X í Kópavogi og treystum því að fólk sem er frítt við flokkshagsmuni geti unnið íbúunum gagn á næsta kjörtímabili. Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Valgeir Skagfjöð, Kópavogsbúi. Höfundur er leikari, tónlistarmaður og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi dægrin verður fólk áþeifanlega vart við að það standa fyrir dyrum bæjar og sveitastjórnarkosningar. Mörg ólík framboð stíga fram á völlinn reiðubúin að láta að sér kveða. Loforðaflaumur gömlu flokkanna er samur og jafn eins og við er að búast en víða kveður við annan tón. Ákallið virðist vera um að ferskir vindar fái að blása um hreppa, sveitir og bæi landsins. Sumpart vegna þess að það er brýn þörf á að fá nýtt fólk til starfa í pólitík almennt og sumpart vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar njóta æ minna trausts meðal almennings. Það sést t.d . á þverrandi kosningaþáttöku og tónninn í fólkinu hljómar vonleysislega þegar það er spurt um skoðanir þess á mönnum og málefnum. Til marks um þennan þorsta í eitthvað nýtt er til að taka hinn stóra kosningasigur BestaFlokssins í Reykjavík í síðustu kosningum þar sem meirihluti stærsta sveitarfélags landsins hafnaði gömlu flokkunum og þeim línum sem þeir hafa dansað eftir undanfarin kjörtímabil. Í Kópavogi, næststærsta sveitarfélaginu munaði ekki nema 30 atkvæðum að NæstBestiFlokkurinn næði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn, þá nýstofnað framboð. Það dylst því engum að fólk er orðið langeygt eftir því fá nýtt fólk til áhrifa. Fólk sem er ekki tengt einhverjum hagsmunaklíkum sem lóna í kringum gömlu flokkanna. Venjulegt fólk sem stritar í sveita síns andlitis alla daga og skynjar hjartslátt lífsins í sínu nánasta umhverfi. Fólk sem veit hvernig það er að basla með börn og buru og skynjar það á buddunni sinni og öðru hvernig sveitarfélagið býr að því. Fólk sem ekki er í stöðugu kappi að klífa upp metorðastigann innan síns flokks til þess að geta hlotið vegtyllur og slegið sjálft sig til riddara í tíma og ótíma fyrir að koma hlutum í verk sem eiga að vera sjálfsögð þjónusta við íbúana. Nú er tími fyrir að láta auðmýkt og gagnsemi við náungann sitja í fyrirrúmi. Það hefur því miður ekki tíðkast meðal svokallaðra atvinnupólitíkusa að líta á sig sem þjóna samfélagsins sem taka þjónustuhlutverk sitt alvarlega og rækja það af sannri auðmýkt með virðingu fyrir því fólki sem lét svo lítið að gefa þeim atkvæði sitt; heldur hitt að líta á sig sem valdsmenn sem skirrast ekki við að láta hagsmuni almennings neðst á listann yfir það sem á að hafa forgang. Næstbesti flokkurinn er ekki þannig framboð. Fólkið í næstbesta flokknum vill þjóna fólkinu og setja grunngildi mannlegs lífs í forgang. Næsbesti flokkurinn ætlar að vinna fyrir alla, ekki bara suma. Á breiðstrætum auðmýktarinnar verða sjaldan árekstrar en í skúmaskotum hrokans eru menn sífell að rekast á. Merkjum X við X í Kópavogi og treystum því að fólk sem er frítt við flokkshagsmuni geti unnið íbúunum gagn á næsta kjörtímabili. Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Valgeir Skagfjöð, Kópavogsbúi. Höfundur er leikari, tónlistarmaður og framhaldsskólakennari.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar