Stjörnuleikmaður Minnesota Timberwolves, Kevin Love, er ekki ánægður í herbúðum Minnesota Timerwolves og gæti verið á förum þaðan.
Love getur fengið sig lausan frá félaginu eftir ár og félagið gæti verið til í að skipta á honum strax í sumar.
Þó svo Love sé reglulega valinn í Stjörnuliðið og sé með tölur á við þá bestu þá hefur hann ekki enn spilað leik í úrslitakeppni. Úlfarnir hafa ekki einu sinni náð jákvæði sigurhlutfalli síðan hann byrjaði að spila með þeim fyrir sex árum síðan.
Love er sagður hafa mestan áhuga á því að spila fyrir LA Lakers en hann er einnig opinn fyrir því að ganga í raðir NY Knicks.
Fleiri lið hafa einnig áhuga þannig að það verður eitthvað að gera á skrifstofunni hjá Úlfunum í sumar.
Love vill spila með Lakers
