Fulltrúum ÖSE sleppt úr haldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. maí 2014 10:07 vísir/afp Sjö fulltrúum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og fimm úkraínskum leiðtogum hefur verið sleppt úr haldi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þeim hafði verið haldið föngnum í rúma viku.Vyacheslav Ponomaryov, leiðtogi aðskilnaðarsinna, hefur staðfest að mennirnir tólf séu nú frjálsir ferða sinna. Mennirnir sem um ræðir eru sagðir vera frá Þýskalandi, Danmörku, Póllandi, Svíþjóð og Tékklandi en aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu hafa fullyrt að þeir séu njósnarar. Markmið ÖSE er að tryggja eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðisog átakavarna í Evrópu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, ákvað í gær að auka stuðning við eftirlitsverkefni ÖSE í Úkraínu. Munu íslensk stjórnvöld leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til starfa á vegum ÖSE. Gunnar Bragi sagði í gær að öryggishorfur í Austur-Evrópu hafi farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í austurhlutanum. Ljóst er að dagurinn í dag mun hafa mikil áhrif á þróun mála við landamæri Úkraínu og Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa boðað stórsókn gegn aðskilnaðarsinnum sem hliðhollir eru Rússum en þeir hafa hertekið fjölda opinberra bygginga í austurhluta landsins. Það sló í brýnu milli öryggissveita úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna í nokkrum borgum í gær. Fjölmargir slösuðust í átökunum en staðfest tala látinna liggur ekki fyrir. Átök í Odessa leiddu til þess að eldur kom upp í byggingu verkalýðsfélags í borginni. Þrjátíu og sex létust í eldsvoðanum. Úkraína Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar sýndu fjölmiðlum eftirlitsmennina Sjálfskipaður borgarstjóri Slóvíansk segir möguleika á því að mennirnir verði látnir lausir í skiptum fyrir fanga úr þeirra röðum sem eru í haldi Úkraínumanna. 27. apríl 2014 15:38 Ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum Embættismenn frá Evrópusambandslöndunum hittast í dag til þess að ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu. 28. apríl 2014 09:11 Ríkisstjórnin eykur stuðning við ÖSE í Úkraínu Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til eftirlistsverkefni ÖSE í Úkraínu auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. 2. maí 2014 17:18 Reyna að fá eftirlitsmenn lausa úr haldi aðskilnaðarsinna Fulltrúar frá Öse, Örygggis og samvinnustofnun Evrópu eru nú á leið til Úkraínsku borgarinnar Slóvíansk . 27. apríl 2014 10:00 Segir gíslatöku eftirlitsmanna á vegum ÖSE óásættanlegt framferði Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. 30. apríl 2014 14:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Sjö fulltrúum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og fimm úkraínskum leiðtogum hefur verið sleppt úr haldi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þeim hafði verið haldið föngnum í rúma viku.Vyacheslav Ponomaryov, leiðtogi aðskilnaðarsinna, hefur staðfest að mennirnir tólf séu nú frjálsir ferða sinna. Mennirnir sem um ræðir eru sagðir vera frá Þýskalandi, Danmörku, Póllandi, Svíþjóð og Tékklandi en aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu hafa fullyrt að þeir séu njósnarar. Markmið ÖSE er að tryggja eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðisog átakavarna í Evrópu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, ákvað í gær að auka stuðning við eftirlitsverkefni ÖSE í Úkraínu. Munu íslensk stjórnvöld leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til starfa á vegum ÖSE. Gunnar Bragi sagði í gær að öryggishorfur í Austur-Evrópu hafi farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í austurhlutanum. Ljóst er að dagurinn í dag mun hafa mikil áhrif á þróun mála við landamæri Úkraínu og Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa boðað stórsókn gegn aðskilnaðarsinnum sem hliðhollir eru Rússum en þeir hafa hertekið fjölda opinberra bygginga í austurhluta landsins. Það sló í brýnu milli öryggissveita úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna í nokkrum borgum í gær. Fjölmargir slösuðust í átökunum en staðfest tala látinna liggur ekki fyrir. Átök í Odessa leiddu til þess að eldur kom upp í byggingu verkalýðsfélags í borginni. Þrjátíu og sex létust í eldsvoðanum.
Úkraína Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar sýndu fjölmiðlum eftirlitsmennina Sjálfskipaður borgarstjóri Slóvíansk segir möguleika á því að mennirnir verði látnir lausir í skiptum fyrir fanga úr þeirra röðum sem eru í haldi Úkraínumanna. 27. apríl 2014 15:38 Ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum Embættismenn frá Evrópusambandslöndunum hittast í dag til þess að ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu. 28. apríl 2014 09:11 Ríkisstjórnin eykur stuðning við ÖSE í Úkraínu Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til eftirlistsverkefni ÖSE í Úkraínu auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. 2. maí 2014 17:18 Reyna að fá eftirlitsmenn lausa úr haldi aðskilnaðarsinna Fulltrúar frá Öse, Örygggis og samvinnustofnun Evrópu eru nú á leið til Úkraínsku borgarinnar Slóvíansk . 27. apríl 2014 10:00 Segir gíslatöku eftirlitsmanna á vegum ÖSE óásættanlegt framferði Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. 30. apríl 2014 14:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar sýndu fjölmiðlum eftirlitsmennina Sjálfskipaður borgarstjóri Slóvíansk segir möguleika á því að mennirnir verði látnir lausir í skiptum fyrir fanga úr þeirra röðum sem eru í haldi Úkraínumanna. 27. apríl 2014 15:38
Ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum Embættismenn frá Evrópusambandslöndunum hittast í dag til þess að ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu. 28. apríl 2014 09:11
Ríkisstjórnin eykur stuðning við ÖSE í Úkraínu Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til eftirlistsverkefni ÖSE í Úkraínu auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. 2. maí 2014 17:18
Reyna að fá eftirlitsmenn lausa úr haldi aðskilnaðarsinna Fulltrúar frá Öse, Örygggis og samvinnustofnun Evrópu eru nú á leið til Úkraínsku borgarinnar Slóvíansk . 27. apríl 2014 10:00
Segir gíslatöku eftirlitsmanna á vegum ÖSE óásættanlegt framferði Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. 30. apríl 2014 14:20