Framlag Íslendinga í Eurovision, Enga fordóma eða No Prejudice með Pollapönki, kemst ekki upp úr undankeppninni í kvöld ef marka má líkur í hinum ýmsu veðbönkum. Framlag Armeníu, lagið not Alone sem Aram MP3 flytur, er hins vegar talið sigurstranglegast í keppninni. Fast á hæla þess fylgir sænska lagið Undo með Sönnu Nielsen.
Það gæti því verið afar arðvænlegt fyrir bjartsýna Íslendinga að veðja á Pollapönkara því ef svo færi að þeir myndu vinna Eurovision gætu þeir sem hafa veðjað á strákana allt að 400-faldað peninginn. Ef settir eru peningar á Armeníu eða Svíþjóð gæti upphæðin hins vegar bara tvö- eða þrefaldast.
Aðrar þjóðir sem þykja sigurstranglegar að mati veðbanka eru Bretland, Úkraína, Ungverjaland og gestgjafarnir Danir.
Á botninum með Íslandi eru hins vegar Albanía, Makedónía, Georgía, Portúgal og San Marínó.
Valgeir Magnússon, sem er með íslenska Eurovision-hópnum í Kaupmannahöfn, tekur ekki mikið mark á þessum spám.
„Ég hef ekki góða reynslu af því að fylgjast með veðbönkum. Ég hef bæði unnið við atriði sem hafa verið efst og neðst í veðbönkum. Í hvorugt skiptið höfðu veðbankar rétt fyrir sér,“ segir hann.
Spá veðbankanna er í takt við alþjóðlega OGAE-könnun sem gerð er meðal aðdáenda keppninnar í Evrópu. Þar er Íslandi spáð 31. sæti af þeim 37 löndum sem taka þátt. Í fyrsta sæti í könnuninni er Svíþjóð, í öðru Ungverjaland og í því þriðja Ísrael. Portúgal, Albaníu og Litháen er hins vegar spáð neðstu sætunum.
Hver tekur mark á veðbönkum?

Tengdar fréttir

Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu
Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe.

"Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“
Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision.

Pollapönkarar mættu í ballkjólum
Stálu senunni á opnunarhátíð Eurovision.

Bein útsending frá Eurovision
Stemning í Bíó Paradís.

Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu
Valgeir Magnússon er umboðsmaður söngkonunnar Chiara Siracusa.

Þetta eru keppinautar okkar í kvöld
Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram.

Pollrólegir baksviðs
Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi.

„Koma svo þið getið þetta“
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá baráttukveðjur frá þekktum Íslendingum.

Kenndu gestum pönkdansinn
Pollapönkarar í stuði í Norræna partíinu.