"Hvað í fjandanum hefur Steve Kerr gert til að vera álitinn gulldrengur?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 14:45 Stephen A. Smith, bandarískur blaða- og sjónvarpsmaður, hélt þrumuræðu um SteveKerr, fyrrverandi NBA-meistara með Chicago Bulls, í umræðuþættinum First Take á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann er vægast sagt ósáttur við að Kerr komi til greina sem þjálfari New York Knicks en talið er að Phil Jackson, nýr forseti Knicks, vilji fá sinn gamla lærisvein til starfa. Kerr hefur aldrei þjálfað körfuboltalið en hann varð meistari með Chicago Bulls sem fyrr segir auk þess sem hann stóð sig vel sem framkvæmdastjóri Phoenix Suns. „Það sem mér er sagt af þeim sem mönnum sem ég hef talað við á mínum 18 árum að fjalla um deildina þá er Kerr ekki bara líklegur sem næsti þjálfari Knicks. Hann gæti einnig mögulega fengið Lakers-starfið ef hann vill það virkilega og ef hann hefur áhuga á Golden State mun félagið reka Mark Jackson til að fá hann,“ sagði Smith. Svo fór að Golden State rak Mark Jackson eins og greint var frá í gær en Kerr hefur í það minnsta ekki ennþá verið ráðinn til starfa þar. „Ég spyr aftur: Hvað í fjandanum hefur Steve Kerr gert til að koma til greina sem þjálfari á tveimur af stærstu markaðssvæðum Bandaríkjanna? Ég skil þetta ekki. Maðurinn hefur aldrei þjálfað en er samt álitinn einhver gulldrengur. Þið verðið að fyrirgefa mér, við verðum bara að sitja hérna aðeins áfram þó þetta sé óþægilegt. Vitið þið um einhverja svarta menn sem þetta hefur komið fyrir? Já, ég sagði það. Svarta!“ Þessa þrumuræðu Stephens A. Smiths má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en félagi hans í þættinum, Skip Bayless, tók undir orð Smiths. Honum finnst þó eðlilegt að Phil Jackson vilji fá „sinn mann“ á bekkinn hjá liðinu næsta vetur. NBA Tengdar fréttir Phil Jackson búinn að reka Woodson Phil Jackson, forseti New York Knicks í NBA-körfuboltanum, tók sína fyrstu stóru ákvörðun í starfinu í dag þegar hann tók sig til og rak allt þjálfaralið félagsins. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum. 21. apríl 2014 19:00 Jordan: Phil Jackson mun standa sig hjá Knicks Sigursælasti þjálfari sögunnar í NBA tekur við starfi forseta hjá sínu gamla félagi í dag. 18. mars 2014 11:45 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Stephen A. Smith, bandarískur blaða- og sjónvarpsmaður, hélt þrumuræðu um SteveKerr, fyrrverandi NBA-meistara með Chicago Bulls, í umræðuþættinum First Take á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann er vægast sagt ósáttur við að Kerr komi til greina sem þjálfari New York Knicks en talið er að Phil Jackson, nýr forseti Knicks, vilji fá sinn gamla lærisvein til starfa. Kerr hefur aldrei þjálfað körfuboltalið en hann varð meistari með Chicago Bulls sem fyrr segir auk þess sem hann stóð sig vel sem framkvæmdastjóri Phoenix Suns. „Það sem mér er sagt af þeim sem mönnum sem ég hef talað við á mínum 18 árum að fjalla um deildina þá er Kerr ekki bara líklegur sem næsti þjálfari Knicks. Hann gæti einnig mögulega fengið Lakers-starfið ef hann vill það virkilega og ef hann hefur áhuga á Golden State mun félagið reka Mark Jackson til að fá hann,“ sagði Smith. Svo fór að Golden State rak Mark Jackson eins og greint var frá í gær en Kerr hefur í það minnsta ekki ennþá verið ráðinn til starfa þar. „Ég spyr aftur: Hvað í fjandanum hefur Steve Kerr gert til að koma til greina sem þjálfari á tveimur af stærstu markaðssvæðum Bandaríkjanna? Ég skil þetta ekki. Maðurinn hefur aldrei þjálfað en er samt álitinn einhver gulldrengur. Þið verðið að fyrirgefa mér, við verðum bara að sitja hérna aðeins áfram þó þetta sé óþægilegt. Vitið þið um einhverja svarta menn sem þetta hefur komið fyrir? Já, ég sagði það. Svarta!“ Þessa þrumuræðu Stephens A. Smiths má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en félagi hans í þættinum, Skip Bayless, tók undir orð Smiths. Honum finnst þó eðlilegt að Phil Jackson vilji fá „sinn mann“ á bekkinn hjá liðinu næsta vetur.
NBA Tengdar fréttir Phil Jackson búinn að reka Woodson Phil Jackson, forseti New York Knicks í NBA-körfuboltanum, tók sína fyrstu stóru ákvörðun í starfinu í dag þegar hann tók sig til og rak allt þjálfaralið félagsins. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum. 21. apríl 2014 19:00 Jordan: Phil Jackson mun standa sig hjá Knicks Sigursælasti þjálfari sögunnar í NBA tekur við starfi forseta hjá sínu gamla félagi í dag. 18. mars 2014 11:45 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Phil Jackson búinn að reka Woodson Phil Jackson, forseti New York Knicks í NBA-körfuboltanum, tók sína fyrstu stóru ákvörðun í starfinu í dag þegar hann tók sig til og rak allt þjálfaralið félagsins. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum. 21. apríl 2014 19:00
Jordan: Phil Jackson mun standa sig hjá Knicks Sigursælasti þjálfari sögunnar í NBA tekur við starfi forseta hjá sínu gamla félagi í dag. 18. mars 2014 11:45