Grátköst Pistoriusar sögð ekta

Pistorius hefur verið sakaður um að gera sér upp grátköstin sem ratað hafa reglulega í heimsfréttirnar en svo virðist sem réttarhöldin séu honum afar þungbær. Þá hefur hann einnig verið sagður hafa farið í leiklistartíma í aðdraganda réttarhaldanna.
Yvette van Schalwyk, félagsráðgjafi og skilorðsfulltrúi, segir að Pistorius hafi verið grátandi um áttatíu prósent af þeim tíma sem hún eyddi með honum, en hún var honum til aðstoða í fyrra þegar tekist var á um það fyrir dómara hvort Pistorius yrði látinn laus gegn tryggingu eða ekki. Þá hafi Pistorius einnig ælt í tvígang þegar hann talaði um dauða Steenkamps.
Tengdar fréttir

Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg
Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti.

Segir Pistorius vera á barmi sjálfsmorðs
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius, sem sakaður er um að hafa myrt kærustu sína með köldu blóði í síðasta mánuði, er á barmi sjálfsmorðs. Þetta segir góðvinur Pistorius, Mike Azzie, í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins um hlauparann.

Pistorius hágrét í réttarsal
Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun.

Pistorius ældi í réttarsalnum
Réttarhöldin yfir íþróttamanninum halda áfram.

„Eins og að horfa á laminn selskóp“
Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi.