,,Við vorum alveg búnir að gefa upp alla von eiginlega," segja Pollapönkararnir Heiðar Arnar Kristjánsson og Haraldur Gíslason í meðfylgjandi myndbandi þar sem þeir upplýsa þjóðina meðal annars um stóra kjálkamálið en Heiðar fór skyndilega úr kjálkalið stuttu eftir að úrslitin voru kunngjörð á þriðjudagskvöldið í fyrri undanúrslitum Eurovision.
Okkar maður í Kaupmannahöfn, Davíð Luther Sigurðarson, tók viðtalið við strákana í dag.