
Eigandi Clippers segist ekki vera rasisti og ætlar ekki að selja félagið

Á ný hefur upptaka af samtali Sterling lekið í fjölmiðla en hann er í þessum vandræðum vegna upptöku sem lak í slúðurmiðilinn TMZ. Þar bað hann kærustu sína m.a. um að umgangast ekki þeldökkt fólk og alls ekki koma með það á leiki liðsins.
Í nýrri upptöku, sem vefmiðillinn RadarOnline hefur undir höndum, segist maður sem hljómar eins og Sterling, ekki trúa því að hann verði látinn selja Clippers.
Ráðgjafanefnd NBA-deildarinnar er nú þegar byrjuð að reyna selja Clippers en til þess að taka félag úr höndum eiganda þurfa 75 prósent hinna eigandanna að samþykkja yfirtökuna og Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, telur sig hafa nógu marga með sér í liði.
"Heldurðu að ég sé rasisti? Heldurðu að ég elski ekki alla í heiminum? Þú veist að ég er ekki rasisti," segir Sterling í símtali við annan mann.
"Hvernig er hægt að vera í þessum geira og vera rasisti? Heldurðu að ég segi þjálfaranum að fá bara hvíta leikmenn eða ná í bestu leikmennina sem hægt er að fá?," segir Sterling sem telur ekki hægt að hirða félagið af honum.
"Það er ekki hægt að neyða nokkurn mann til að selja eign sína í Bandaríkjunum. Ég er lögfræðingur og þetta er mín skoðun."
Ljóst er að þetta mál er langt frá því að vera búið en Sterling mun vafalítið fara með málið fyrir dómstóla þar sem hann ætlar sér ekki að láta selja Clippers-liðið undan sér.
Tengdar fréttir

Sterling verður neyddur til þess að selja Clippers
Eigendur liða í NBA-deildinni hafa samþykkt að standa saman í því að þvinga Donald Sterling til þess að selja LA Clippers.

Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans
Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins.

Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins
Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði.

Magic vill kaupa LA Clippers
Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling.

Sterling sagður vera með krabbamein
Umdeildasti maðurinn í Bandaríkjunum í dag, rasistinn Donald Sterling, er ekki bara að berjast fyrir félagi sínu, LA Clippers, heldur einnig fyrir lífi sínu.

Rasistinn verður neyddur til að selja Clippers
Donald Sterling sektaður um 280 milljónir króna og úrskurðaður í ævilangt bann frá NBA-deildinni vegna ummæla sinna um þelþökkt fólk.