Það stefnir í harða baráttu um eignarhaldið á LA Clippers eftir að eigandi félagsins, Donald Sterling, fékk lífstíðarbann frá deildinni í gær.
Þegar hefur verið greint frá áhuga Magic Johnson á félaginu og nú eru hnefaleikakapparnir Oscar de la Hoya og Floyd Mayweather að skoða kaup á Clippers.
"Deildin vill að fleiri minnihlutahópar fái að taka þátt og ég sem stoltur Bandaríkjamaður frá Mexíkó myndi koma með nýja nálgun í deildina," sagði Oscar de la Hoya en hann lagði hanskana á hilluna fyrir nokkru. Hann er nú skipuleggjandi hnefaleika og með þeim stærri.
"Ég er fæddur og uppalinn í Los Angeles. Ég veit hvað þarf til að ná árangri í íþróttum og hvernig á að reka íþróttafyrirtæki. Fátt myndi gera mig ánægðari en að koma með NBA-titilinn til LA."
Bæði De la Hoya og Mayweather hafa orðið moldríkir af þáttöku sinni í hnefaleikaheiminum en Mayweather er launahæsti íþróttamaður heims í dag.
De la Hoya og Mayweather vilja kaupa Clippers

Tengdar fréttir

Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans
Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins.

Magic vill kaupa LA Clippers
Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling.

Rasistinn verður neyddur til að selja Clippers
Donald Sterling sektaður um 280 milljónir króna og úrskurðaður í ævilangt bann frá NBA-deildinni vegna ummæla sinna um þelþökkt fólk.