Hlé hefur verið gert yfir réttarhöldunum yfir spretthlauparanum Oscar Pistorius. Þau munu hefjast á ný þann fimmta maí næstkomandi.
Fréttaveitan Reuters greinir frá þessu. Hinn 27 ára gamli Pistorius er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp, en hann skaut hana til bana á heimili sínu á Valentínusardag í fyrra. Hann heldur því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi talið hana vera innbrotsþjóf.
Undanfarna þrjá daga hefur saksóknarinn Gerrie Nel sótt hart að Pistorius og vitnum verjanda hans.
Hlé gert á réttarhöldum yfir Pistorius

Tengdar fréttir

Pistorius segist ekki hafa haft ástæðu til að skjóta
Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius halda áfram í dag.

Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd
Munu standa yfir þar til um miðjan maí.

Finnur ennþá lykt af blóðinu
Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag.

„Þú greipst til vopna í þeim eina tilgangi að skjóta hana til bana“
Saksóknarinn Gerry Nel þjarmaði að spretthlauparanum Oscari Pistorius í vitnastúkunni í morgun.

„Ég var hrifnari af henni en hún af mér“
Vitnaleiðslur yfir suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius standa nú yfir annan daginn í röð.

Saksóknari sakar Pistorius um lygar
Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius ganga hægt.

Réttarhöldum yfir Pistorius frestað
Seinkað til 7. apríl eftir að meðdómari var lagður inn á spítala.