Er kominn tími á kerfisbreytingu? Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. apríl 2014 18:45 Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun