NBA í nótt: Houston í úrslitakeppnina en Durant jafnaði Jordan | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2014 11:02 Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira