Innlent

Leiðindaveður víða um land

Norðaustan hvassviðri er víða um land með snjókomu og skafrenningi sem veldur ófærð á vegum. Björgunarsveit var kölluð út á Siglufirði í nótt þar sem allt mögulegt var farið að fjúka, en ekki hafa borist fregnir af fólki í vandræðum í föstum bílum, enda var nánast engin umferð um Vestfirði, Norðurland og Austfirði í nótt.

Í morgun þurfti síðan að aflýsa skólahaldi í nokkrum skólum á Norðurlandi.

Ófærð er víða á Vestfjörðum og á Norður- og Austurlandi en Vegagerðin er að kanna málið nánar. Það fór að snjóa á þessum slóðum undir kvöld í gær og einnig að hvessa úr norðaustri með tilheyrandi skafrenningi.

Vegir urðu víða ófærir undir kvöld og þannig lokaðist Öxnadalsheiðin til dæmis um miðnætti. Aðrar leliðir út frá Akureyri  eru líka allar lokaðar.

Norðaustan hvassviðri er spáð áfram í dag þannig að sumstaðar verður ekki hægt að ryðja vegi vegna óveðurs. Þá eru snjógöng á vegum víða orðin svo djúp að það skefur í þau jafn harðan og þau eru rudd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×