Himneskir sjávarréttir að hætti Arnars Ellý Ármanns skrifar 21. mars 2014 14:30 Sjávarfangið sem Arnar matreiddi var frá Alaska og Florida. myndir/Ármann E. Jónsson „Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum. Matur Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum.
Matur Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira