Í rifrildi þeirra, sem fór fram í gegnum smáskilaboð, talar hún um skapbræði hans og öfundsýki og kvartar hún yfir því að Pistorius nöldri sífellt í henni.
„Ég get ekki leyft öðrum að ráðast á mig fyrir að vera með þér og get ekki leyft þér að ráðast á mig – manneskjunni sem ég á skilið vernd frá,“ segir í öðrum skilaboðum frá Steenkamp.
Lögregluforingi sem bar vitni í málinu sagði að um níutíu prósent þeirra samskipta sem parið átti í gegnum smáskilaboð hafi verið eðlileg og ástúðleg en farið var í gegnum 35 þúsund síður af skilaboðum sem fóru þeirra á milli.
Pistorius sagðist hafa gleymt lykilorðinu að iPhone símanum sínum og þurfti Apple því að veita rannsakendum aðgang að símanum. Farið var í gegnum tvo iPhone-síma og tvo Blackberry-síma. Símarnir fundust á heimili Pistorius eftir að hann skaut unnustu sína þar til bana.