Pistorius var á internetinu klukkustund áður en hann skaut kærustuna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2014 11:18 Pistorius grét í réttarsalnum í morgun. vísir/afp Spretthlauparinn Oscar Pistorius fór á internetið í síma sínum aðeins klukkustund áður en hann skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana á heimi sínu í Pretoríu í fyrra. Áður sagði Pistorius að þau hefðu farið að sofa um tíuleytið að kvöldi en hringt var á sjúkrabíl klukkan 3:20 um nóttina, skömmu eftir að Steenkamp var skotin. Verjendur Pistoriusar segja þó að móttaka tölvupósts, uppfærslur forrita í símanum eða opnar vefsíður geti gefið það til kynna að net símans sé í notkun þó að eigandi hans sé ekki að nota hann. Þá sýnir yfirlit fimm símtöl á milli parsins síðdegis daginn fyrir hina örlagaríku nótt en öll voru þau undir fimm mínútum að lengd. Bent var á að af þeim rúmlega 1.700 textaskilaboðum sem parið sendi sín á milli hafi aðeins fjögur bent til ósættis. Í gær kom fram að í einum textaskilaboðunum hafi Steenkamp viðurkennt það fyrir Pistoriusi að hún væri stundum hrædd við hann. Þau skilaboð sendi hún nokkrum vikum áður en hún lést. Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð en hann ber því við að hann hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða þegar hann skaut fjórum skotum í gegnum baðherbergishurð í svefnherbergi sínu. Steenkamp var þar fyrir innan og hæfðu þrjú skot hana, eitt í læri, annað í handlegg og það þriðja í höfuð. Réttarhöldin munu standa yfir til 16. maí en upphaflega áttu þau að taka um þrjár vikur. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 „Stundum er ég hrædd við þig“ Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra. 24. mars 2014 15:24 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Pistorius skoðaði klámsíður nóttina fyrir morðið Saksóknari vill með þessu sýna fram á að samband þeirra hafi líklega ekki verið eins hamingjuríkt og hann hefur látið af. 19. mars 2014 20:48 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Spretthlauparinn Oscar Pistorius fór á internetið í síma sínum aðeins klukkustund áður en hann skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana á heimi sínu í Pretoríu í fyrra. Áður sagði Pistorius að þau hefðu farið að sofa um tíuleytið að kvöldi en hringt var á sjúkrabíl klukkan 3:20 um nóttina, skömmu eftir að Steenkamp var skotin. Verjendur Pistoriusar segja þó að móttaka tölvupósts, uppfærslur forrita í símanum eða opnar vefsíður geti gefið það til kynna að net símans sé í notkun þó að eigandi hans sé ekki að nota hann. Þá sýnir yfirlit fimm símtöl á milli parsins síðdegis daginn fyrir hina örlagaríku nótt en öll voru þau undir fimm mínútum að lengd. Bent var á að af þeim rúmlega 1.700 textaskilaboðum sem parið sendi sín á milli hafi aðeins fjögur bent til ósættis. Í gær kom fram að í einum textaskilaboðunum hafi Steenkamp viðurkennt það fyrir Pistoriusi að hún væri stundum hrædd við hann. Þau skilaboð sendi hún nokkrum vikum áður en hún lést. Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð en hann ber því við að hann hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða þegar hann skaut fjórum skotum í gegnum baðherbergishurð í svefnherbergi sínu. Steenkamp var þar fyrir innan og hæfðu þrjú skot hana, eitt í læri, annað í handlegg og það þriðja í höfuð. Réttarhöldin munu standa yfir til 16. maí en upphaflega áttu þau að taka um þrjár vikur. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 „Stundum er ég hrædd við þig“ Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra. 24. mars 2014 15:24 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Pistorius skoðaði klámsíður nóttina fyrir morðið Saksóknari vill með þessu sýna fram á að samband þeirra hafi líklega ekki verið eins hamingjuríkt og hann hefur látið af. 19. mars 2014 20:48 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55
„Stundum er ég hrædd við þig“ Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra. 24. mars 2014 15:24
Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40
Pistorius skoðaði klámsíður nóttina fyrir morðið Saksóknari vill með þessu sýna fram á að samband þeirra hafi líklega ekki verið eins hamingjuríkt og hann hefur látið af. 19. mars 2014 20:48
Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent