Yankees ekki lengur með dýrasta liðið í hafnaboltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 17:30 Zack Greinke fær vel borgað fyrir sín störf. Vísir/getty Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári. Íþróttir Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira
Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári.
Íþróttir Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira