Lífið

Þéttsetið á þessum viðburði - sjálfbær tíska

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundi á vegum Deloitte og Fatahönnunarfélagsins sem fram fór í Norræna húsinu í dag í tilefni af Hönnunarmars. Umræðuefnið var hvernig tíska getur breytt fólki og hvernig norrænn tískuiðnaður hefur tekið forystu í samfélagslegri og umhverfislegri ábyrgð og sjálfbærum viðskiptalausnum. Þéttsetið var á fundinum.

Sérfræðingur á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni, Anne Mette Christiansen frá Deloitte leiddi umræðu um viðskiptalegan ávinning sjálfbærni í tískuiðnaði. Johan Kryger, framkvæmdastjóri Danska fatahönnunarfélagins og skrifstofustjóri Norræna fatahönnunarfélagsins skýrði sýn NICE, Nordic Initiative Clean and Ethical.

Bóas Kristjánsson.

Markmið fundarins var að fá lykilmanneskjur úr fatahönnunargeiranum, framleiðsluiðnaðinum ásamt öðrum atvinnugreinum til að taka þátt í umræðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í viðskiptum. Bóas Kristjánsson, Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Elínrós Líndal deildu reynslu sinni.



Rögnvaldur Rögnvaldsson og Harpa Þorvaldsdóttir. 

Gunnar Hilmarsson og Áslaug Magnúsdóttir.

Margrét Sanders, Kristín Björgvinsdóttir og Kristín Fenger. 

Elva Dögg Árnadóttir, Erna Bergmann og Sigrún Baldursdóttir.

Erla Björk Baldursdóttir, Auður Laila Jónasdóttir, Kristín Hrafnkelsdóttir og Guðbjörg Gissurardóttir.

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Brynja Emilsdóttir.

Róshildur Jónsdóttir, Áslaug Snorradóttir og Ólafur Helgi Móberg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×