Í samtali við Lífið sagðist hún hafa sótt innblástur frá París í kringum árið 1920 en þó undir formerkjum nútímakonunnar og hennar þarfa.
Sýningin var glæsileg með spennandi kjólum með litríku printi í bláu og rauðu en einnig einkenndist línan af litlum hálskraga og þröngum buxum sem víkkuðu út að neðan, netasokkum og bert í bakið.
Fatalína Siggu Maiju er kærkomin viðbót í íslenska tískuflóru.


