Erlent

Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Pistorius hefur ælt ítrekað í réttarsalnum síðan réttarhöldin hófust fyrir tæpum tveimur vikum.
Pistorius hefur ælt ítrekað í réttarsalnum síðan réttarhöldin hófust fyrir tæpum tveimur vikum. vísir/afp
Ljósmyndir af líki Reevu Steenkamp voru sýndar í réttarhöldunum yfir spretthlaupararnum Oscari Pistorius í Pretoríu í dag. Myndirnar vöktu óhug viððstaddra og Pistorius kastaði upp, en það hefur hann gert áður í réttarsalnum. Þá voru ljósmyndir sýndar af blóðugum handklæðum og blóðpollum á gólfinu.

Schoombie van Rensburg, einn þeirra lögreglumanna sem voru fyrstir á vettvang, bar vitni og lýsti hann blóðslóð sem lá frá anddyri hússins og upp stiga, í gegnum borðstofu, að svefnherbergi Pistoriusar. Hann hefur áður sagst hafa borið lík Steenkamp niður stigann í von um að bjarga lífi hennar.

Réttarmeinafræðingurinn Johannes Vermuelen bar einnig vitni en hann fullyrðir að Pistorius hafi ekki verið búinn að setja undir sig gervifæturna þegar hann reyndi að opna baðherbergishurðina með krikketkylfu. Pistorius er fótalaus fyrir neðan hné en hann hefur áður sagst hafa sett undir sig gervifæturna þegar hann taldi sig heyra í innbrotsþjófi.

Barry Roux, verjandi Pistoriusar, þjarmaði að Vermuelen í réttarsalnum og spurði hann meðal annars hvort baðherbergishurðin hefði verið skoðuð sérstaklega á sínum tíma, meðal annars til að kanna hvort á henni væru fótspor, en því neitaði Vermuelen. Fótspor á hurðinni hefðu getað fært sönnur á það að Pistorius hefði reynt að sparka hurðinni upp og þar af leiðandi að hann hafi verið með gervifæturna áfasta.

Pistorius skaut Reevu í gegnum lokaða baðherbergishurð um miðja nótt en ber því við að hann hafi haldið að hún væri innbrotsþjófur. Hann hefur hinsvegar verið ákærður fyrir morð og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hanns sakfelldur.

Vermuehlen mundar krikketkylfuna við baðherbergishurðina sem búið er að stilla upp í réttarsalnum.vísir/afp

Tengdar fréttir

Pistorius ákærður fyrir morð

Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana.

„Ég varð að vernda Reevu“

Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp.

"Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu"

Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð.

Fyrstu viku réttarhaldanna yfir Pistorius lokið

Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í Suður-Afríku í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.

Hver er Oscar Pistorius?

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Pistorius hágrét í réttarsal

Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun.

Blóðug krikketkylfa á heimili Pistoriusar

Lögreglan í Suður Afríku fann blóðuga krikketkylfu á heimili hlauparans Oscars Pistoriusar. Pistorius hefur verið í haldi lögreglu frá því á fimmtudag, grunaður um að hafa skotið 29 ára gamla unnustu sína, Reevu Steenkamp, til bana.

"Pistorius hefur það ekki í sér að gera svona hlut“

"Við erum viss um að þetta hafi verið óviljaverk,“ segir Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, amma Hafliða Hafþórssonar sem hefur verið náinn vinur hlauparans Oscar Pistorius, í viðtali við suður-afríska blaðið Mail & Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×