
Skotvopnasérfræðingur handlék byssu Pistoriusar án hanska

Schoombie van Rensburg, hæst setti lögreglumaður á vettvangi, bar vitni í réttarhöldunum í dag og fram kom að skotvopnasérfræðingur lögreglunnar hafi handleikið byssu Pistoriusar án hanska. Þegar Rensburg fann að þessu hjá sérfræðingnum baðst hann forláts og sótti hanska. Þá hvarf verðmætt úrasafn Pistoriusar af heimili hans við rannsóknina.
Baðherbergishurð Pistoriusar var síðan sett í líkpoka og geymd á skrifstofu Rensburgs þar sem hún stóð upp við skrifborð hans svo dögum skipti. Verjandi Pistoriusar telur hurðina því ónothæft sönnunargagn.
Rensburg lét af störfum hjá lögreglunni í kjölfar ásakana um vanrækslu á sönnunargögnum.
Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys?
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag.

Vitni segist hafa heyrt rifrildi
„Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“

Byssan sem banaði Steenkamp
Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra.

Hver er Oscar Pistorius?
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal
Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra.

Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var formlega ákærður í dag fyrir morð.

Pistorius formlega ákærður
Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku.

Pistorius ældi í réttarsalnum
Réttarhöldin yfir íþróttamanninum halda áfram.

Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum
Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna.