Enn hefur engin niðurstaða náðst í kjaradeilu ríkisins og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda framhaldsskóla. Ef niðurstaða næst ekki um helgina skellur á verkfall á mánudaginn kemur.
Fréttastofa Stöðvar 2 hitti fyrir nokkra menntaskólanemendur fyrr í dag og spurði þá hvernig fyrirhugað verkfall legðist í þau.
Munur var á svörum nemenda eftir því hvað þau eru langt kominn á skólagöngunni. Nemendur í öðrum bekk voru til að mynda afslappaðri og mörg hugðust nýta tímann til að vera dugleg í ræktinni, komi til verkfalls.
Nemendur í fjórða bekk, sem þreyta stúdentspróf í vor, voru öllu áhyggjufyllri og sögðust flest vona að yfirvofandi verkfall myndi ekki dragast á langinn.
