New York Knicks hefur heldur betur snúið blaðinu við. Eftir að hafa tapað sjö leikjum í röð er liðið nú búið að vinna sex leiki í röð.
Að þessu sinni vann liðið auðveldan sigur á Milwaukee. Carmelo Anthony öflugur sem fyrr með 23 stig og 7 fráköst. Tim Hardaway yngri skoraði 20 stig.
Það virðist vera nokkuð ljóst að Phil Jackson taki við sem forseti félagsins á þriðjudag og góð stemning í Garðinum þessa dagana.
"Um þetta snýst körfuboltinn hjá Knicks. Þess vegna elska stuðningsmennirnir okkur. Þegar við spilum svona og höfum gaman þá smellur allt. Liðið er að detta í gírinn á réttum tíma," sagði Anthony eftir leik.
Úrslit:
NY Knicks-Milwaukee 115-94
Washington-Brooklyn 101-94
Atlanta-Denver 97-92
Detroit-Indiana 104-112
Philadelphia-Memphis 77-103
Chicago-Sacramento 94-87
NBA: Sex sigrar í röð hjá Knicks

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

