Jordan: Phil Jackson mun standa sig hjá Knicks Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 11:45 Phil Jackson verður maðurinn á bakvið tjöldin hjá New York Knicks. Vísir/EPA Phil Jackson, sigursælasti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, verður kynntur sem nýr forseti New York Knicks í dag en hann verður æðsti maður hjá félaginu og sér um daglegan rekstur liðsins. Fram kemur á vef ESPN að Jackson hafi verið í viðræðum við Knicks í marga mánuði en hann hefur lengi langað til að vinna á bakvið tjöldin hjá NBA-liði eftir áratugi á parketinu. Jackson, sem vann sex meistaratitla sem þjálfari Chicago Bulls og fimm sem þjálfari Los Angeles Lakers, varð einnig meistari í tvígang sem leikmaður New York Knicks árin 1970 og 1973. Liðið hefur ekki unnið NBA-deildina síðan þá en Jackson bíður erfitt og vandasamt verkefni að koma New York-liðinu aftur á toppinn eftir mörg erfið ár þar í borg. „Phil getur gert góða hluti með liðið því hann er einstakur. Hann er frábær að hafa stjórn á stórstjörnum með mikið egó og fá alla til að róa í sömu átt,“ segir MichaelJordan við ESPN um sinn gamla lærimeistara. „Phil er frábær. Hann er mjög gáfaður og verður fljótur að komast að því hvað hann þarf að gera. Hann á líka marga vini í deildinni, eins og mig, sem verða alltaf tilbúnir að hjálpa honum.“ „Eina vandamálið er að enginn af okkur mun hjálpa honum með því að gefa eftir góða leikmenn eða valrétti í nýliðavalinu. Það er sá hluti starfsins sem er erfiðastur. En ég óska honum velgengni. Ég hef trú á honum og veit að hvað sem hann tekur sér fyrir hendur mun ganga upp á endanum,“ segir Michael Jordan.Michael Jordan trúir á sinn mann.Vísir/EPA NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Phil Jackson, sigursælasti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, verður kynntur sem nýr forseti New York Knicks í dag en hann verður æðsti maður hjá félaginu og sér um daglegan rekstur liðsins. Fram kemur á vef ESPN að Jackson hafi verið í viðræðum við Knicks í marga mánuði en hann hefur lengi langað til að vinna á bakvið tjöldin hjá NBA-liði eftir áratugi á parketinu. Jackson, sem vann sex meistaratitla sem þjálfari Chicago Bulls og fimm sem þjálfari Los Angeles Lakers, varð einnig meistari í tvígang sem leikmaður New York Knicks árin 1970 og 1973. Liðið hefur ekki unnið NBA-deildina síðan þá en Jackson bíður erfitt og vandasamt verkefni að koma New York-liðinu aftur á toppinn eftir mörg erfið ár þar í borg. „Phil getur gert góða hluti með liðið því hann er einstakur. Hann er frábær að hafa stjórn á stórstjörnum með mikið egó og fá alla til að róa í sömu átt,“ segir MichaelJordan við ESPN um sinn gamla lærimeistara. „Phil er frábær. Hann er mjög gáfaður og verður fljótur að komast að því hvað hann þarf að gera. Hann á líka marga vini í deildinni, eins og mig, sem verða alltaf tilbúnir að hjálpa honum.“ „Eina vandamálið er að enginn af okkur mun hjálpa honum með því að gefa eftir góða leikmenn eða valrétti í nýliðavalinu. Það er sá hluti starfsins sem er erfiðastur. En ég óska honum velgengni. Ég hef trú á honum og veit að hvað sem hann tekur sér fyrir hendur mun ganga upp á endanum,“ segir Michael Jordan.Michael Jordan trúir á sinn mann.Vísir/EPA
NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira