Forsetinn setti ofan í við norskan ráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 14:48 Vísir/Valgarður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans. Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans.
Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira