Töluðu ærlega um þjóðaratkvæðagreiðslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 19:42 Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“ Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“
Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira